28. september 2022

Fjölþátta auðkenning öryggisins vegna

Fjölþátta auðkenning hefur verið tekin upp við Háskólann á Bifröst. Nemendur verða beðnir um að virkja þessa mikilvægu öryggisráðstöfun dagana 30. september til 14. október nk. Hjá starfsmönnum háskólans er innleiðingin þegar hafin. Tvær leiðir eru í boði, eða auðkenning með Microsoft Authenticaton smáforritinu annars vegar og með sms skilaboðum hins vegar. 

Líkja má fjölþátta auðkenningu við eins konar rafræn skilríki sem gerir fólki kleift að auðkenna sig – staðfesta að þú sért í raun þú. Með þessari ráðstöfnun stórminnka líkurnar á því að óprúttnir aðilar geti brostist inn í tölvukerfi háskolans og látið greipar sópa um gögn og upplýsingar nemenda og starfsmanna. 

Málið snýst þó ekki eingöngu um upplýsingaöryggi þitt, heldur háskólasamfélagsins í heild sinni. Með fjölþáttauðkenningu verður mun erfiðara að brjótast inn í tölvukerfi háskólans í gegnum aðgang einstakra nemenda og starfsmanna og dreifa svikapóstum með alls kyns óværu. 

Um einskiptistaðgerð er að ræða, þ.e. setja þarf auðkenningu upp aðeins einu sinni.

Innleiðing er gerð samkvæmt forsögn Microsoft. 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á www.bifrost.is/fjolthatta audkenning.

Einnig verður settur upp flýtiaðgangur á forsíðu háskólavefjarins.

Nánar um fjölþátta auðkenningu hjá Microsoft

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta