Fjölþátta auðkenning

Háskólinn á Bifröst hefur tekið upp fjölþátta auðkenningu og fer innleiðingin fram dagana 30. september til 14. október 2022.

Fjölþátta auðkenning er ekki ósvipuð rafrænum skilríkjum og stuðlar með því móti að auknu netöryggi fyrir alla nemendur og starfsmenn Háskólans á Bifröst. 

Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem eru ekki með virka auðkenningu hjá sér, eða auðkenning með Microsoft Authentication smáforritinu eða appinu annars vegar og með SMS skilaboðum hins vegar.

Microsoft Authentication er auðkennisleið sem Microsoft hefur gert fyrir Office hugbúnaðinn.  Uppsetning smáforritsins eða appsins er í aðeins fleiri skrefum en SMS leiðin.  Á hinn bóginn er það talið veita betri vörn, auk þess sem mögulegur kostnaður vegna sms skilaboða tengist því ekki.

Microsoft hefur ákveðið að innleiða auðkenningu hjá öllum notendum og er nú unnið að þeirri innleiðingu hjá fyrirtækinu um heim allan.

Innleiðing á fjölþátta auðkenningu fer fram hjá Háskólanum á Bifröst í samræmi við forskrift Microsoft.