| Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á fjölþátta auðkenningu með SMS. Prentvænt útgáfa (pdf) |
 |
| 1. Smelltu á Vefpóstur á http://cloudowa.bifrost.is/owa |
 |
| 2. Skrifaðu Bifrastar-netfangið þitt og smelltu á Áfram. |
 |
| 3. Settu inn inn lykilorðið þitt og smelltu á Innskráning. Ef lykilorðið er týnt má biðja um nýtt á hjalp@bifrost.is |
 |
| 4. Að innskráningu lokinni kemur tilkynning um að virkja þurfi fjölþátta auðkenningu. Smelltu á Áfram. |
 |
| 5. Sími fyrir sannvottun er sjálfgefið val. Haltu því óbreyttu. |
 |
| 6. Finndu Ísland í Veldu land eða svæði og veldu það. |
 |
| 7. Settu inn símanúmerið þitt og smelltu á Áfram. |
 |
| 8. Símanum mun svo berast SMS, hér er dæmi. |
 |
| 9. Fylltu út númerið og smelltu að því búnu á Staðfesta. |
 |
| 10. Uppsetningu er að endingu lokið með því að smella á Lokið og þá er fjölþátta auðkenning orðin virk hjá þér. |