Fjölbreytni eða einsleitni? 22. nóvember 2022

Fjölbreytni eða einsleitni?

Dr. Arney Einarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, flutti nýlega áhugaverðan fyrirlestur hjá Stjórnvísi sem nefndist Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður.

Fyrirlesturinn byggði Arney á niðurstöðum nýjustu Cranet rannsóknarinnar (2021).

Í erindinu fjallar Arney um fjölbreytni og hvaða þýðingu hugtök á borð við fjölbreytni eða einsleitni hefur fyrir fyrirtæki sem vinnustað, en á meðal þess sem alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós í nýjustu Cranet skýrslunni er að hlutfallslega mun færri fyrirtæki á Íslandi eru með virka stefnu í fjölbreytnimálum.

Þá stiklaði Arney einnig á helstu aðgerðum til að auka fjölbreytni, s.s. í ráðningum, þjálfun og starfsþróun á vinnustað.

Nálgast má erindið í heild sinni hér

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta