Eyjólfur nýr mannauðsstjóri Þjóðleikhússins
Það er alltaf jafn ánægjulegt að segja frá því þegar nemendum okkar gengur vel og láta að sér kveða í atvinnulífinu.
Bifrestingurinn Eyjólfur Gíslason, sem útskrifaðist bæði með grunn- og meistaragráðu frá Háskólanum á Bifröst hefur verið ráðinn nýr mannauðsstjóri Þjóðleikhússins. Eyjólfur lauk meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá okkur.
Eins og segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu þá starfaði Eyjólfur áður á flugrekstrarsviði hjá Icelandair þar sem mannauðsmál voru stór hluti af starfi deildarinnar og kemur hann því með verðmæta reynslu til starfa hjá leikhúsinu. Þá hefur hann einnig starfað sem fjölmiðlafulltrúi, ráðgjafi og fyrirlesari sem er allt verðmæt reynsla í starfi mannauðsstjóra.
Háskólinn á Bifröst óskar Eyjólfi innilega til hamingju með nýja hlutverkið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta