Engin bílastæðagjöld við Háskólann á Bifröst 3. september 2019

Engin bílastæðagjöld við Háskólann á Bifröst

Í ljósi umræðu síðustu daga um bílastæðagjöld við háskólastofnanir í Reykjavík vill Háskólinn á Bifröst ítreka að ekki hefur komið til tals að rukka, hvorki nemendur né starfsfólk skólans um slík gjöld. Þar sem nemendur við skólann geta sinnt námi sínu hvar sem er, þar sem aðgangur er að Interneti, þá telur skólinn ekki líklegt til árangurs að leggja gjöld á nemendur hvar svo sem þeir kjósa að leggja bílum sínum á meðan námi stendur.

Nánar má lesa um fyrirhuguð bílastæðagjöld og umferðaröngþveiti í Reykjavík hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta