20. júní 2023

Engin áhrif á starfsemina

Aðalbygging Háskólans á Bifröst verður í tekin úr notkun á meðan beðið er niðurstaðna myglugreiningar. Þessi öryggisráðstöfun hefur engin áhrif á starfsemi háskólans.

Mygla greindist nýlega í aðalbyggingu Háskólans á Bifröst í framhaldi af kvörtunum sem komið höfðu fram hjá starfsmönnum og nemendum. Ákveðið var með tilliti til fyllstu öryggissjónarmiða að loka byggingunni, á meðan heildarúttekt færi fram á ástandi húsnæðisins.

Vonir eru bundnar við að niðurstöður fáist fljótlega. Þó þykir ólíklegt að aðalbyggingin verði tekin aftur í notkun í heild sinni í bráð.

Háskólinn á Bifröst er fjarnámsháskóli. Kennsla fer fram á stafrænum grunni og stór hluti af störfum við háskólann eru án staðsetningar. Sá hluti stjórnsýslunnar sem var staðsettur í aðalbyggingunni hefur verið færður í annað húsnæði á Bifröst eða í starfsaðstöðu háskólans í Borgartúni 18 í Reykjavík.

Sú ráðstöfun að loka umræddum hluta af húsnæði Háskólans á Bifröst mun því ekki hafa áhrif á starfsemi háskólans.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta