Eitt vinsælasta námskeiðið
Námskeiðið er í 12 vikur og er ætlað þeim konum sem vilja öðlast hagnýta þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námskeiðið svara afar vel hörðum kröfum nútíma fyrirtækjarekstrar og er eitt það vinsælasta hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Námið fer að mestu fram í fjarnámi. Staðbundni hluti þess felst í kynningu í upphafi námskeiðsins. Nemendur hittast síðan aftur á tveimur vinnuhelgum á Bifröst, auk þess sem boðið verður á stefnumót með frumkvöðlakonum í Sjávarklasanum. Tengslamyndun er enda mikilvægur liður í náminu.
Formleg útskrift fer svo fram að námskeiðinu loknu með afhendingu útskriftarskírteina.
Sá hluti námskeiðsins sem er staðbundinn verður aðgengilegur í beinu streymi (Teams) fyrir þær sem þess óska.
Á meðal kennara á námskeiðinu eru Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar, Jón Freyr Jóhansson, lektor, Jón Snorri Snorrason, dósent við viðskiptadeild, Stefán Kalmannsson, aðjúnkt og Atli Björgvinsson, stundakennari í samfélagsmiðlun við Háskólann á Bifröst. Umsjón með námskeiðinu og kennslu í samskiptum og tjáningu annast Sirrý Arnardóttir, fjölmiðlakonan geðþekka.
Námsleiðin spannar alls fimm námskeið; framsækni – örugg tjáning, upplýsingatækni, fjármál og fjármögnun fyrirtækja, markaðssetning í stafrænum heimi og stofnun og rekstur fyrirtækja.
Tekið er við skráningum til og með 10. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna Kristjánsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskólans á Bifröst, á endurmenntun@bifrost.is og Sirrý Arnardóttir á sirry@sirry.is.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta