Máttur kvenna

Máttur kvenna – rekstur fyrirtækis er 12 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja.

Námið fer að mestu fram í fjarnámi á kennsluvef skólans. Nemendur mæta í kynningu við upphaf námssins og hittast síðan tvisvar sinnum á tímabilinu á vinnuhelgum á Bifröst. Í námslok er haldið stefnumót með frumkvöðlakonum í Sjávarklasanum. Formleg útskrift fer svo fram að námskeiðinu loknu með afhendingu útskriftarskírteina. 

Nánari upplýsingar um dagskrá námsins

Námskeið námsleiðar og umfang

Námsleiðin Máttur kvenna – rekstur fyrirtækis er 12 vikna nám sem samanstendur af fimm námskeiðum. Fyrirlestrar í hverju námskeiði eru 4-5. Námið veitir ekki einingar en umfang og markmið náms eru skilgreind með hliðsjón af framhaldsskólaeiningum. Markmið námskeiða samsvara hæfniþrepi 2 á íslenska hæfnirammanum.

Umfang námsleiðar 195-270 klst, sem samsvarar um 11 framhaldsskólaeiningum. Nemendur geta búist við að verja um 13-20 klst á viku í námið fyrir utan fundi og vinnuhelgar.

Námskeiðin eru eftirfarandi:

  • Framsækni – örugg tjáning. Kennari: Sirrý Arnardóttir. Námskeiðið er kennt allan námstímann. Kennsla er á upphafsfundi, reglulegum Teams fundum, vinnuhelgum og á stefnumóti við frumkvöðlakonur í Sjávarklasanum við lok námstímans. Umfang: Um 55-70 klst (samsvarar 3 framhaldsskólaeiningum)
  • Upplýsingatækni: Kennari: Jón Freyr Jóhannsson. Námskeiðið hefst með kennslu á kynningarfundi 20. Janúar en fer svo fram í fjarnámi 22. janúar til 11. febrúar. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)
  • Fjármál og fjármögnun fyrirtækja: Kennari: Stefán Kalmansson. Námskeiðið hefst með kennslu á vinnuhelgi 12. febrúar en fer svo fram í fjarnámi 12. febrúar til 4. mars. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)
  • Markaðssetning í stafrænum heimi: Kennari: Atli Björgvinsson. Námskeiðið hefst með kennslu á vinnuhelgi 5. mars en fer svo fram í fjarnámi 5.-25. mars. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)
  • Stofnun og rekstur fyrirtækja: Kennari: Jón Snorri Snorrason og Elín Jónsdóttir. Námskeiðið hefst með Teams fundi laugardaginn 26. mars. Kennt er í fjarnámi 26. mars til 22. apríl (a.t.h. páskafrí inn í). Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum).

Ýtarlegri lýsingu á námskeiðum má finna hér í námskrá námsleiðarinnar 

Námsmat

Námsmat fer fram í hverju námskeiði fyrir sig. Kennarar námskeiða veita upplýsingar um vægi námsþátta við upphaf námskeiðs. Áhersla er á verkefnamiðað námsmat.

Umsjónarmaður námsleiðar / kennarar

Verkefnastjóri námsleiðar er Sirrý Arnardóttir.

Umsjón með skipulagi námsleiðar hafa Sirrý Arnardóttir, Jón Snorri Snorrason og Anna Jóna Kristjánsdóttir.

Skólagjöld, umsóknir og forkröfur

Engar sérstakar forkröfur eru gerðar varðandi fyrra nám. Hægt er að sækja um inn á umsóknarvef skólans. Þátttökugjald er kr. 255.000. Innifalið í verði eru öll kennslugögn og dagskrá auk gistingar og veitinga á vinnuhelgum. Námið veitir ekki einingar.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 14. janúar 2022

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is eða á sirry@sirry.is.

Þær sem vantar aðstoð með skráningaform námskeiðsins geta sótt um með því að senda póst á netfangið endurmenntun@bifrost.is með upplýsingum um nafn, netfang og símanúmer.

SÆKJA UM

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta