Byltingarkennd menningarstjórnun í Colorado 24. apríl 2017

Byltingarkennd menningarstjórnun í Colorado

Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, dvaldi sem gestaprófessor í Fort Collins í Colorado í febrúarmánuði og kenndi þar meistaranámskeið við Colorado State University (CSU).

Námskeiðið sem Njörður kenndi kallast Byltingakennd menningarstjórnun (Revolutionary Arts Management) og var kennt innan LEAP stofnunarinnar sem sinnir kennslu og rannsóknum í menningarstjórnun og er hluti af sviðslistadeild CSU.

 „Námskeiðið fjallaði um hlutverk menningarstjórnenda og stofnana á tímum mikilla breytinga og var gerður rómur að námskeiðinu enda miklar umræður um hlutverk menningar og lista í Bandaríkjunum á fyrstu vikum nýst forseta í embætti,“ segir Njörður.

 Njörður hefur átt í samstarfi við LEAP í nokkur ár bæði hvað varðar kennslu og rannsóknir og hafa gestaprófessorara þaðan kennt við Háskólann á Bifröst. Njörður segir langtíma verkefni í rannóknum nú vera að skila sér í útgáfu og áframhaldandi samstarfi.

„Það eru virkilega áhugaverðir tímar í Bandaríkjunum núna og tekist á um hugmyndir og framtíðina. Menningarstofnanir gegna mikilvægu hlutverki á slíkum tímum og eru vettvangur fyrir skoðanaskipti og uppbyggilega notkun ímyndunaraflsins. Það er frábært fyrir okkur sem sinnum rannsóknum og kennslu á jafn skapandi sviði og menningarstjórnun að kynnast öðru umhverfi og viða að okkur hugmyndum,“ segir Njörður.

Nánari upplýsingar um LEAP stofnunina og heimsókn Njarðar má nálgast hér.

(http://leap.colostate.edu/news/leap-welcomes-visiting-scholar-njordur-sigurjonnson/

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta