Bingó Andrómeda haldið í vikunni
Konuklúbburinn Andrómedur hélt hið árlega bingó sitt í gær miðvikudaginn 12 nóvember. Bingóið er fjáröflun fyrir bæði jólaföndur og jólaball fyrir börnin á Bifröst og nágrenni. Andrómedur er félagsskapur kvenna á Bifröst, klúbburinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012. Var þetta í þriðja sinn sem bingóið var haldið og ætlunin er að hafa á hverju ári hér eftir.
Mörg fyrirtæki komu að bingóinu með styrkjum, bæði í Borgarnesi og víðs vegar um landið. Má nefna Iceland Extreme með frábæra hellaskoðun, Mountaineers of Iceland með sleðaferð, Nína listakona með málverk, Hraunsnef, og Staðarhús með gistingu og fleira. Sæferðir gáfu ferð í siglingu og ótal önnur fyrirtæki styrktu þetta flotta bingó. Kaffi Bifröst var svo bæði með gistingu, mat og með hverjum vinningi fylgdi hádegisverður hjá þeim.
Andrómedur eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn. Fyrirtækin og einstaklingar sem gáfu vinning eiga þakkir skildar.
Fleiri myndir eru að finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta