Bifröst á háskóladeginum 28. febrúar 2023

Bifröst á háskóladeginum

Háskólinn á Bifröst verður á tveimur stöðum á Háskóladeginum þann 4. mars nk. eða annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar rétt við Jörðina í Háskólanum í Reykjavík.

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla landsins um kynningu á háskólanámi hér á landi. Háskólarnir taka þá höndum saman um að kynna allt háskólanám sem er í boði hverju sinni.

Háskólinn á Bifröst mun bæði kynna grunnnám við háskólann og meistaranám og vonum við að sjá sem flesta við kynningarbásana okkar.

Háskóladagurinn er eins og áður segir þann 4. mars, frá kl. 12:00 - 15:00.

Nánar á haskoladagurinn.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta