Bifrestingur nýr sviðsstjóri Menningar- og þjónustusviðs Reykjanesbæjar
20. janúar 2026

Bifrestingur nýr sviðsstjóri Menningar- og þjónustusviðs Reykjanesbæjar

Halldóra G. Jónsdóttir, sem lauk meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra Menningar- og þjónustusviðs Reykjanesbæjar.

Halldóra þekkir vel til hjá Reykjanesbæ, en hún hefur starfað sem aðstoðarmaður bæjarstjóra frá árinu 2019 og gegnt starfi sviðsstjóra í afleysingum síðastliðið eitt og hálft ár. Ráðning hennar var staðfest af bæjarstjórn þann 6. janúar síðast

Auk meistaraprófsins frá Bifröst er Halldóra með grunnnám í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og yfir 20 ára reynslu af verkefnastjórnun, markaðsmálum og stefnumótun.

„Ég er þakklát fyrir traustið og hlakka mikið til áframhaldandi samstarfs við það öfluga og góða fólk sem starfar á Menningar- og þjónustusviði,“ segir Halldóra í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.
Háskólinn á Bifröst óskar Halldóru innilega til hamingju með nýja starfið.