Bifrestingar gera það gott á Eddunni!
Edduverðlaunahátíðin fór fram um helgina í Austurbæ. Þar voru veitt verðlaun í 26 flokkum fyrir það sem þótti standa upp úr í íslenskri þátta og kvikmyndagerð árið 2018. Þar hlutu tveir útskrifaðir Bifrestingar verðlaun, þær Andrea Eyland og Sigríður Halldórsdóttir.
Andrea Eyland hlaut verðlaun fyrir þættina sína Líf Kviknar sem fjalla um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Þættirnir hlutu verðlaun sem besti mannlífsþáttur ársins. Andrea útskrifaðist vorið 2017 með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Sigríður Halldórsdóttir var valin sjónvarpsmaður ársins fyrir hennar hlut í fréttaskýringarþáttunum Kveik þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og ýtarlegar fréttaskýringar. Sigríður er útskrifuð með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur starfað sem fréttamaður á RÚV allt frá útskrift.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá meira frá þeim í framtíðinni!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta