Ljósmyndari: Mummi Lú
12. nóvember 2025Bifrestingar á Iceland Airwaves
Bifrestingar voru virkir þátttakendur í umræðum á Iceland Airwaves í ár. Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem er í eigu fimm háskóla og umsýslað af Háskólanum Bifröst, stóð meðal annars fyrir Samtali um skapandi greinar miðvikudaginn 5. nóvember sl., þar sem umfjöllunarefnið var rekstrarumhverfi tónlistar á Íslandi. Samtalið var haldið í samstarfi við CCP og Tónlistarmiðstöð og var það hluti af dagskrá Bransaveislu Tónlistarmiðstöðvar og Tónlistarborgarinnar Reykjavík.
Samtal um skapandi greinar - rekstrarumhverfi tónlistar á Íslandi
María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvarinnar, og Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG, fluttu upphafserindi þar sem þær fóru yfir stöðu og þróun tónlistarumhverfisins, helstu áskoranir og þau tækifæri sem framundan eru.
Í kjölfarið stýrði Nick Knowles, umboðsmaður og stofnandi KxKn Management, pallborðsumræðum. Þar sátu fyrir svörum: Colm O’Herlihy, framkvæmdastjóri Inni Music, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, tónlistarkona og verkefnastjóri Reykjavík Early Music Festival, Pétur Oddbergur Heimisson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Reykjavík og Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistarkona og A&R hjá Alda Music.
Rakel Mjöll og Pétur Oddbergur eru bæði útskrifuð úr menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og deildu reynslu af því að starfa í íslensku tónlistarumhverfi frá mismunandi sjónarhornum. Rakel fjallaði einni um MA rannsókn sína á lögum um almannaheillafélög. Hægt er að horfa á umræðuna hér.
Airwaves ráðstefnan
Á sjálfri Iceland Airwaves ráðstefnunni, sem haldin er í samstarfi viðTónlistarmiðstöð, Tónlistarborgina Reykjavík og Íslandsstofu, stýrði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Bifröst, pallborði sem nefndist „Boycotts, Backlash & Taking a Stand: Where Does Music Belong?“. Það gæti útlaggst á íslensku sem:
Þátttakendur í pallborðinu voru: Alona Dmukhovska, Music Export Ukraine, palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad og viðburðahaldarinn Cecilia Soojeong Yi sem stýrir meðal annars DMZ Friðarlestinni sem er tónlistarhátíð í Suður-Kóreu en liggur við norður-kórensku landamærin.
Þau fjölluðu um áhrif stríðs, sniðgöngu og pólitískrar pressu á listsköpun og rekstur tónlistarhátíða. Bashar nefndi meðal annars ákvörðun sína um að hafna boði frá Sziget-hátíðinni vegna fjárfestinga eigenda hennar í vopnaframleiðslu tengdri árásum Ísraels á Gaza. Cecilia benti á að sniðganga listafólks í því tilviki hefði orðið til þess að starfsmenn hátíðarinnar hefðu aðhafst um rekstrarformið. Alona lagði áherslu á mikilvægi hernaðarlegs stuðnings til að Úkraína til að friður næðist sem byggði á réttlæti. Hún benti á mikilvægi stuðnings við listamenn í Úkraínu þar sem skapandi starf hefur aldrei verið mikilvægara og erfiðara.
Umræðurnar á Airwaves undirstrikuðu að tónlist er bæði listform og samfélagsleg rödd sem getur haft áhrif við ólíkar aðstæður og mótað samtímann.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta