Bálkakeðjur bæta stöðu hluthafa 6. janúar 2022

Bálkakeðjur bæta stöðu hluthafa

Stafræn tækni getur styrkt stöðu hluthafa, eins og Erna Sigurðardóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans á Bifröst, sýnir fram á í nýrri rannsókn um bálkakeðjur og stjórnarhætti fyrirtækja.

Svonefnd bálkakeðjutækni hefur verið að ryðja sér til rúms viðskiptalífi víða erlendis. Eru það einkum þeir eiginleikar tækninnar sem stuðla að auknu gagnsæi og öryggi sem nýtast fyrirtækjum.

Bálkakeðjum er viðhaldið af jafningjaneti og er ekki unnt að uppfæra færsluskrár þeirra nema með samhljóða samþykki allra þátttakenda viðkomandi keðju.  

Tæknilega má lýsa þessum keðjum sem gagnagrunni fyrir sannanlega og óbreytanlega vörslu upplýsinga í dreifðri færsluskrá. Bálkar keðjunnar er tengdir saman með dulkóðun. Hver bálkur inniheldur tímastimpil og tengil á fyrri bálk sem gerir viðkomandi keðju svo til órjúfanlega.

Þetta þýðir í reynd, eins og Erna, bendir á að gögn eru geymd í dreifðu formi, en ekki á einum stað í miðlægum gagnagrunni sem lýtur stjórn eins höfuðmiðlara. Þessi aðferðafræði eykur þannig traust og trú á áreiðanleika upplýsinga.

Sem áreiðanleg lausn fellur þessi tegund bálkakeðjutækni því afar vel að þörfum hluthafafunda, s.s. í tengslum við framkvæmd á atkvæðagreiðslum eða utanumhald um hlutahafaskrá, svo að dæmi séu tekin.

Sem stafræn lausn, þá er tæknin jafnframt óstaðbundin. Í framkvæmd er hún því ekki síður vel til þess fallin að styrkja stöðu hluthafa, s.s. þeirra sem smærri eru eða fjarstaddir.

Eins og rannsóknir sýna, þá standa hluthafar iðulega frammi fyrir ýmiss konar hindrunum sem draga úr virkni þeirra eða þátttöku á hluthafafundum. Það veikir svo aftur lýðræðislegan grunn viðkomandi hlutafélags og dregur úr gagnsæi í stjórnarháttum þess. 

Umfjöllun um rannsókn Ernu birtist í 300 stærstu, nýútgefinni bók Frjálsrar verslunar. 

Erna Sigurðardóttir er lögfræðingur hjá RApyd, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst og stjórnarmaður Rafmyntaráðs íslands.

Sjá umfjöllun á vb.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta