Ársfundur Háskólans á Bifröst
Ársfundur Háskólans á Bifröst verður haldinn þriðjudaginn 15. maí í Hjálmakletti, Borgarnesi, kl. 13:00 til 15:00.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kynnt verður skýrsla stjórnar og rektors um starfsemi háskólans fyrir næstliðið skólaár og ársreikningur lagður fram til kynningar og samþykktar. Þá verður efnahagur og rekstur dóttur- og hlutdeildarfélaga háskólans kynntur ásamt rekstrar- og fjárfestingaráætlun fyrir yfirstandandi skólaár. Að endingu fer fram kosning löggilts endurskoðanda fyrir háskólann og þóknun stjórnarmanna fyrir nýliðið starfsár ákvörðuð, nema tillögur liggi fyrir á fundinum um breytingar.
Boðað er til fundarins samkvæmt 36. gr. reglugerðar Háskólans á Bifröst, en þar segir að rektor skuli í apríl eða maí mánuði ár hvert halda opinn ársfund skv. 23. gr. háskólalaga nr. 63/2006, þar sem fjárhagur skólans og meginatriði starfsáætlunar eru kynnt. Heimilt sé að halda fundinn í beinu streymi.
Þess má svo geta að ársfundurinn verður í stofu 101 í Hjálmakletti og eru allir velkomnir á fundinn eins og húsrúm leyfir.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta