Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor, flytur skýrslu sína á aðalfundi Háskólans á Bifröst í dag.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor, flytur skýrslu sína á aðalfundi Háskólans á Bifröst í dag.

25. maí 2022

Ár mikillar uppbyggingar

Aðalfundur Háskólans á Bifröst var haldinn í dag í Hriflu, hátíðarsal háskólans. Í ræðu rektors kom m.a. fram að 2021 var ár mikillar og vel heppnaðar uppbyggingar á Bifröst.

Á meðal uppbygginarverkefna sem rektor vék að má nefna að ný og endurhönnuð lagadeild tók til starfa við háskólann. Uppfærð mannauðsstefna var jafnframt innleidd og hlutfalli stundakennara var snúið við úr 60% í 40%. Eru því um 60% kennara nú fastráðnir og jókst rannsóknavirkni við háskólann að sama skapi á milli ára. Á meðal akademískra starfsmanna sem voru ráðnir til Háskólans á Bifröst á síðasta ári vou Kristrún Heimisdóttir, dr. Ásthildur Elfa Bernharðsdóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir.

Þá skipuðu gæðamál áfram stóran sess í innra starfi háskólans. Gæðahringurinn var innleiddur í alla ferla og gæðastarf fest í sessi í gegnum innleiðingu nýrrar stefnu háskólans til 2030.

Einnig var styrkari stoðum skotið undir stjórnsýslu háskólans. Tvö ný stöðugildi voru sett á fót, 50% starf rannsóknastjóra og 100% starf samskiptastjóra. Starfshlutfall gæðastjóra var jafnframt aukið í 100% og hjá mannauðsstjóra í 50%, svo að dæmi séu tekin.

Jafnframt var að sögn rektors eftirminnileg stund í sögu háskólans, þegar dr. Helga Kristín Auðunsdóttir, varði doktorsverkefni sitt við bandarískan háskóla sl. haust, fyrst Bifrestinga sem hefur lokið bæði grunn- og meistaragráðu frá Bifröst.  

Síðast en ekki síst var símenntunarsvið háskólans tekið til gagngerrar endurskipulagningar og er það nú rekið undir merkjum Endurmenntunar Háskólans á Bifröst.

Nálgast má nánari upplýsingar um starfsemi Háskólans á Bifröst á árinu 2021 í ársskýrslu háskólans.

Ársskýrsla Háskólans á Bifröst 2021

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta