10. janúar 2024

Annar stærsti háskóli landsins

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, segir sameiningu við Háskólann á Akureyri stærstu byggðaaðgerð síðustu ára.

Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu RÚV við rektora háskólanna, en fjallað var um fyrirhugaðar viðræður um saminingu Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri um mögulega sameiningu í fjölmiðlum í gær.

Auk byggðaþáttarins kom einnig til tals mikilvægi þess að styrkja samkeppnishæfni háskólanna. Á grunni þessara tveggja háskóla rís næststærsti háskóli landsins, gangi sameining eftir. Sameinaður háskóli myndi þannig bæði styrkja byggðir landsins og leggja grunninn að alþjóðlega samkeppnishæfum háskóla.

Margrét Jónsdóttir, rektor Háskólans á Bifröst: „Báðir háskólarnir vilja með þessari stærstu byggðaaðgerð sem hefur átt sér stað undanfarinn áratug búa til alþjóðlegan samkeppnishæfan háskóla.”

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri: „Ef við viljum standast samkeppni erlendis frá þá þurfum við að vera með stofnanir sem geta bæði tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á sterkum grunni með skýra sérhæfingu og þessa stofnanir hafa haft mjög skýra sérhæfingu, sameiginlega getum við gert enn betur.“

Sjá frétt í kvöldfréttum RÚV

Sjá frétt á vef RÚV

Sjá frétt á mbl.is

Sjá frétt á visir.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta