12. desember 2023

Andvaraleysi í öryggismálum

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar HB segir glimmergus­una sem Bjarni Bene­dikts­son fékk yfir sig sl. sunnudag í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, vera al­var­legt at­vik í mörgum skilningi.

Rætt var við Ólínu um atvikið á mbl.is í framhaldi af pistli sem hún biriti á Fasbókarsíðu sinni. Þar segir hún það afhjúpa margt, þ.á.m. and­vara­leysi gagn­vart ör­ygg­is­ógn­um af ásetn­ingi, en slíkar ógnanir séu vax­andi vá, jafn­vel í okk­ar litla, friðsama sam­fé­lagi. Þá hafi einnig afhjúpast alvarlegt skeyt­ing­ar- og virðing­ar­leysi fyr­ir friðhelgi fólks á op­in­ber­um vett­vang

„Ég verð því að segja að mér var ekki skemmt þegar ég sá at­vikið, enda ekki ljóst al­veg strax hverju var verið að kasta yfir mann­inn. Þetta hefði getað verið sýra en ekki glimmer og ráðherr­ann var gjör­sam­lega varn­ar­laus.“  segir Ólína.

Sjá má viðtalið í heild sinni hér