Andvaraleysi í öryggismálum
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar HB segir glimmergusuna sem Bjarni Benediktsson fékk yfir sig sl. sunnudag í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, vera alvarlegt atvik í mörgum skilningi.
Rætt var við Ólínu um atvikið á mbl.is í framhaldi af pistli sem hún biriti á Fasbókarsíðu sinni. Þar segir hún það afhjúpa margt, þ.á.m. andvaraleysi gagnvart öryggisógnum af ásetningi, en slíkar ógnanir séu vaxandi vá, jafnvel í okkar litla, friðsama samfélagi. Þá hafi einnig afhjúpast alvarlegt skeytingar- og virðingarleysi fyrir friðhelgi fólks á opinberum vettvang
„Ég verð því að segja að mér var ekki skemmt þegar ég sá atvikið, enda ekki ljóst alveg strax hverju var verið að kasta yfir manninn. Þetta hefði getað verið sýra en ekki glimmer og ráðherrann var gjörsamlega varnarlaus.“ segir Ólína.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta