Áfallastjórnun í COVID19 faraldrinum
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, fagstjóri í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst, hefur ásamt Baldri Þórhallssyni, prófesssor við félagsvísindadeild HÍ, hlotið ríflega 20 m.kr. styrk úr Rannsóknasjóði. Nefnist verkefni þeirra Áfallastjórnun í COVID-19 faraldrinum: Stjórnarhættiir og leiðtogahæfni.
Verkefnið er mikilvægur áfangi fyrir þá vaxandi háskólagrein sem áfallastjórnun er.
Stjórn rannsóknasjóðsins lauk nýlega við úthlutun styrkja til nýrra verkefna fyrir árið 2023. Verkefni Ásthildar og Baldurs var eitt af þeim 337 umsóknum um ný verkefni sem metnar voru gildar. Af þessum 337 umsóknum var ákveðið að styrkja 74 verkefni um samtals 1,2 ma.kr.
Þess má svo geta að auk styrkja til nýrra verkefna koma tæpir 2,7 ma.kr til greiðslu á árinu vegna styrkja til eldri verkefna. Heildarfjárveitingar til sjóðsins í ár nema 3,7 ma.kr.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta