16. september 2022

Aðgerðir gegn kvenhatri á veraldarvefnum

Bjarki Þór Grönfeldt hlýtur rannsóknarstyrk á vegum Bandaríska sendiráðisins í London, en Bjarki hóf nú í haust störf sem sérfræðingur við Háskólann á Bifröst.

Styrkurinn er veittur á vegum Bandaríska sendiráðisins í London, en styrkþegar er hópur doktorsnema í stjórnmálafæði ivið Háskólann í Kent. Þau eru auk Bjarka Mikey Biddlestone, Jocelyn Chalmers og Hannah Zibell.

Forsaga málsins er sú, að á síðasta skólaári tók hópurinn þátt í Invent2Protect, samkeppni sem sendiráðið gekkst fyrir um leiðir sem dregið geta úr eða komið í veg fyrir öfgum og hatri í samfélaginu. Er skemmst frá því að segja að rannsóknartillaga Bjarka og félaga komst í úrslit. Sjálf úrslitakeppnin var haldin í Bandaríska sendiráðinu í París á dögunum.

Verkefni hópsins gengur út á að draga úr kvenhatri, með fyrirbyggjandi aðgerðum gegn því að ungir drengir laðist að „incel“-kvenhaturshreyfingunni, en sú hreyfing hefur verið að ryðja sér rúms á veraldarvefnum undanfarin ár. Styrkurinn.

Styrkurinn hljóðar upp á 3.000 sterlingspund og mun hópurinn nýta hann til frekari rannsókna á viðfangsefninu. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta