Bergsveinn Þórisson á tali við nokkra unga gesti á Vísindavöku, en nýdoktorsverkefni hans var á meðal þess sem HB kynnti.

Bergsveinn Þórisson á tali við nokkra unga gesti á Vísindavöku, en nýdoktorsverkefni hans var á meðal þess sem HB kynnti.

30. september 2024

Á vaktinni á Vísindavöku

Mikið var um að vera á kynningarbás Háskólans á Bifröst á Vísindavökunni sl. laugardag. Fjöldi gesta lagði leið sína í básinn sem skartaði að þessu sinni fagurbláum bakgrunni.

Á meðal þess sem HB kynnti í vísindamiðlun var nýtt hlaðvarp um samsæriskenningar í umsjón Eiríks Bergmann, prófessors við Háskólann á Bifröst og Huldu Þórisdóttur, prófessors við Háskóla Íslands. Þá var fjallað í máli og myndum um sýninguna Beyond Barcode, sem var nýdoktorsverkefni Bergsveins Þórssonar við Óslóarháskóla.