Tölvuþjónusta

Nemendaþjónusta

Ef þig vantar aðstoð sendu okkur tölvupóst á hjalp@bifrost.is með greinargróðri lýsingu.  Á skrifstofutíma má einnig hringja í 433 3029.

Tölvuskráning 

Á Bifröst eru send út þrjú þráðlaus net á vegum skólans.

Hægt er að tengjast þessum netum í skóla- og bókasafnshúsnæðinu.

  1. Gestir (Guest) er opið öllum. Það gefur takmarkað aðgengi að internetinu, en engan aðgang að staðarneti (innra neti) skólans.

  2. Eduroam (http://www.eduroam.org/) er þráðlaust net, ætlað nemendum og starfsmönnum háskóla um allan heim,  og sem hafa innleitt Eduroam. Nemendur eða starfsmenn sem koma frá öðrum háskólum, sem hafa innleitt Eduroam kerfið, geta skráð sig inná þetta net með notendanöfnum og lykilorðum frá sínum skóla. þ.e.a.s. nemendur og starfsmenn HÍ geta t.d. skráð sig inná þráðlausa netið Eduroam þegar þeir koma uppá Bifröst og sama gildir um nemendur og starfsmenn Háskólans á Bifröst þegar þeir koma til Háskóla Íslands. Vinsamlegast athugið að þarf að skrá sig inn með notendanafni@domain.xxx (ekki netfangi), t.d. notandi@bifrost.is: nema netfang sé það sama og notandanafn.

  3. Staff (Starfsmannanetið) er aðgangsstýrt net ætlað starfsmönnum skólans. Umferð um þetta net er dulkóðuð, og gefur ótakmarkaðan aðgang að internetinu og einnig notendastýrðan aðgang að innra neti skólans.

Netstjóri
Sigurður Kristófersson sér um netkerfi skólans, nemenda- og prentaraþjónustu.
netstjori hjá bifrost.is
S: 433 3029