Þak yfir höfuðið

Hagkvæm leiga

Einstaklingar fá herbergi í 2-6 manna íbúðum en einnig eru smærri fjölskylduíbúðir í boði. 

Allir íbúar háskólaþorpsins á Bifröst hafa aðgang að margvíslegri aðstöðu og þjónustu. 

Nemendur og starfsmenn sem eru búsettir á Bifröst fá aðgang að þráðlausu háhraða neti.

Stutt í alla skóla

Leikskólinn Hraunborg

Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni.  Hjallastefnan hefur notið vaxandi virðingar og velgengni undanfarin ár og meðal annars hlotið viðurkenningar fyrir áherslu á jafnréttisuppeldi. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Hraunborgar.

Nýir íbúar á Bifröst þurfa að sækja um leikskólavist fyrir börn sín.

Umsóknareyðublöð er að finna á vef Hraunborgar og þeim má skila með rafrænum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á vef Hraunborgar.

Grunnskólinn á Varmalandi

Varmaland er lítill þéttbýliskjarni í um það bil tíu mínútna akstursfjarlægð frá Bifröst. Skólabíll ekur börnunum í skólann og heim. Mjög gott íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Nemendur á Varmalandi sem stunda tónlistarnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar sækja tónlistartíma sína í tengslum við skólann. Nýir íbúar á Bifröst þurfa að sækja um skólavist fyrir börn sín. Nánari upplýsingar er að finna á vef Varmalandsskóla.

Líkamsrækt

Í húsnæði skólans eru þreksalur, líkamsræktarstöðin Jakaból og gufubað. Svæðið er opið alla daga frá klukkan 08:00 á morgnana til 22:00 á kvöldin.

 

 

Einstök náttúra

Háskólinn á Bifröst er staðsettur í Norðurárdal í Borgarfirði, um 100 km frá Reykjavík. Eldstöðin Grábrók, Hreðavatn, Jafnaskarðsskógur, Paradísarlaut, Norðurá og fossinn Glanni eru í næsta nágrenni og yfir landinu trónir Baula, eitt tignarlegasta fjall landsins. Þetta fallega umhverfi býður upp á ótal möguleika til gönguferða og útivistar.

Bifröst stendur á landsvæði sem áður tilheyrði jörðinni Hreðavatni. Hinn 30. desember 1985 á þrítugasta afmæli skólastarfs á Bifröst, færðu erfingjar Hreðavatnshjónanna Sigurlaugar Daníelsdóttur og Kristjáns Gestssonar skólanum höfðinglega gjöf er þeir afhentu honum lóðina sem hann stendur á til eignar í minningu hjónanna.

Svipmyndir

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta