Neyðarþjónusta og þjónustugjaldskrá

Gjaldskrá þessi gildir fyrir tilfallandi þjónustu við nemendur sem leigja húsnæði í Nemendagörðum Háskólans á Bifröst og er ekki innifalin í leigugjaldi íbúðanna.

Neyðarþjónusta

Neyðaropnun milli kl. 8:00 - 17:00 

1500 kr.

Úttektir

Úttekt á húsnæði fer fram á dagvinnutíma. Hringja skal í síma 433 3062  eða senda tölvupóst á husnaedi@bifrost.is til að panta tíma. Leigutakar fá tvo daga í flutning milli einstaklingsíbúða og þrjá til fjóra daga ef um er að ræða fjölskylduíbúðir. Ef leigutaki skilar ekki af sér húsnæði þarf hann að greiða kr. 5.000,- Ef húsnæði er ekki í lagi greiðir leigjandi kostnað vegna þrifa kr. 3.500,- pr. klst.

Úttekt á húsnæði utan dagvinnutíma kostar kr. 5.000,- og er háð því að starfsfólk geti tekið hana að sér. Ef hlífðardýnum er ekki skilað við úttekt þá verður leigutaki rukkaður um kr. 3.000,- pr. stk.. Ef ruslafötu vantar er rukkað um kr. 1.000,-. Ef leigt er með húsbúnaði og það vantar húsbúnað eða húsbúnaður er skemmdur er rukkað samkvæmt kostnaðarverði á markaði hverju sinni.

Ef handklæði eða lín vantar eða hefur orðið fyrir skemmdum í uppábúnum herbergjum á vinnuhelgum þá verður leigutaki rukkaður um kr. 2.000,- . 

Önnur þjónusta og gjaldtaka
1. Aukalyklar: 1.000 kr. stk.
2. Aukarúm: 1.000 kr. á mánuði
3. Flutningsgjald milli húsnæðis: 10.000 kr.

Aukalyklar:

Aukalyklar fást á Háskólaskrifstofu, kvittað er fyrir móttöku og rukkað er með næstu leigu.

Aukarúm:

Hringja skal í starfsmenn húsnæðissviðs í s. 695 9908 ef sækja skal um aukarúm. Viðkomandi mælir sér mót við starfsmenn húsnæðissviðs og sækir rúmið sjálfur. Leigutakar sem vilja skila rúmi/rúmum og nota eigið þurfa að senda póst á husnaedi@bifrost.is og fá til þess heimild og skuldbinda sig þá til að setja rúm frá skólanum aftur inn við brottför.

Umsjónarmaður húsnæðis.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta