Endurvinnsla

Endurvinnslugámur í Jaðarseli

Í endurvinnslugáminn má fara án plastpoka beint í tunnuna:

 1. Dagblöð og tímarit.

 2. Skrifstofupappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur.
  • Hefti og bréfaklemmur mega fara með.

 3. Pappi, s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar.
  • Takið pappakassana í sundur og setjið í pappagáminn.
  • Því betur sem gengið er frá bylgjupappanum, því færri losanir og því minni kostnaður.
  • Hendið harðspjaldakápum af bókum í almennt rusl.
  • Karton og gegnlitaður pappír fari í almennt rusl.
  • Gámaþjónustan flytur gæðapappír utan til endurvinnslu.

Auk þess má setja í gáminn, í plastpoka (helst glæra) sem bundið er fyrir (eina tegund í hvern poka):

 1. Málma, s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.

 2. Fernur

 3. Plastumbúðir, s.s. sjampóbrúsa, plastdósir, plastpoka með þríhyrningsmerki merkt inni með tölum frá 1-6.
  • Annað plast s.s. kaffibollar, hnífapör, staup, glös,konfektkassaplast og diskar fari í almennt rusl

 4. Rafhlöður í bláum sérmerktum plastpokum. Pokar fást hjá húsnæðissviði.
  • Gler má ekki fara í endurvinnslugáminn vegna slysahættu við flokkun!
  • Bláar tunnur fyrir skrifstofupappír eru á háskólaskrifstofu,á kennaragangi og við prentara aðstöðu á neðri hæð skólans.

Umsjónarmaður húsnæðis.

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta