Þjónusta í Borgarbyggð

Sveitarfélagið Borgarbyggð
www.borgarbyggd.is
Í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2006 sameinuðust sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur í eitt sveitarfélag. Sveitarfélagið er 4.850 ferkílómetrar að stærð og íbúar rúmlega 3700. Mörk sveitarfélagsins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Til Borgarbyggðar teljast: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll.  

Ráðhús Borgarbyggðar 
Ráðhús Borgarbyggðar er að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Þar er hægt að skrá breytingar á lögheimili og þangað á að skila inn umsóknum um húsaleigubætur. S. 433 7100. 
www.borgarbyggð.is

Safnahús Borgarfjarðar
www.safnahus.is
Í Safnahúsi Borgarfjarðar eru Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Byggðasafn Borgarfjarðar, Listasafn Borgarness og náttúrugripasafn. 
Safnahúsið er opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 13 - 18 en þriðjudaga og fimmtudaga kl.13 - 20. Sími 430 4200.

Sýslumaðurinn í Borgarnesi
www.syslumenn.is 
Bjarnarbraut 2, s. 433 7600. 
Opið er virka daga frá kl. 9 til 15. 
Þinglýsingar samninga, ökuskírteini, vegabréf og þar er umsjón almannatrygginga. 

Lögreglan í Borgarnesi
www.logreglan.is
Bjarnarbraut 2, s. 433 7612.

Slökkvilið
Í Borgarnesi er starfandi slökkvilið; síminn er 112. Ef upp kemur eldur á Bifröst skal alltaf hringja í 112 og auk þess öryggisvörð í síma 695-9901.

Húsaleigubætur 
Á www.borgarbyggd.is er að finna umsóknareyðublað um húsaleigubætur fyrir íbúa Borgarbyggðar. Aðrir sækja um hjá viðeigandi sveitarfélagi.
Til að fá húsaleigubætur þarf að skila inn: 

  • Launaseðlum síðustu þriggja mánaða. 
  • Staðfestu afriti af síðustu skattaskýrslu.
  • Þinglýstum húsaleigusamningi. 

Skessuhorn ehf. 
Vesturlandsblaðið Skessuhorn hefur komið út vikulega síðan 1998 og er stærsta héraðsfréttablað landsins. Einnig rekur Skessuhorn ehf. fréttavefinn www.skessuhorn.is  með m.a. fréttum frá Vesturlandi, hvað er á döfinni og smáauglýsingum. Unnt er að fylgjast vel með málefnum Vesturlands með því að gerast áskrifandi að Skessuhorninu, sími 422 5500 eða senda póst á skessuhorn@skessuhorn.is

Verslanir

Bónus
Digranesgötu 6. Opið mán. - fim. kl. 11- 18.30, fös. 10 -19.30, lau. 10 -18 og sun. 12-18.

Nettó
Borgarbraut 58-60 (verslunarmiðstöðin Brúartorg). Opið virka daga frá 10-19, laugardaga 10-18 og sunnudaga 12-18.

Geirabakarí
Digranesgötu 6. Kaffihús og bakarí. Opið mán. - fim. kl. 7 - 18, fös. 7 - 18, laugardagar og sunnudagar. 8:30 -16:30.

Hyrnutorg
Borgarbraut 6. Í Hyrnutorgi eru ýmsar verslanir og þjónusta, til dæmis ÁTVR, VÍS-tryggingar, Borgarsport, Samkaup Úrval, blómabúð, Sóló-hársnyrtistofa, Lyfja apótek og hestavöruverslunin Knapinn.

Handavinnuhúsið
Brákarbraut 3. 

Húsasmiðjan 
Egilsholti 2 á leiðinni norður út úr Borgarnesi. Opið kl. 9 -18 virka daga en 10 -14 á laugardögum.

Landnámssetur Íslands
Verslun með minjagripi og íslenska hönnun. Opið alla daga frá 10 - 21. Lengri opnunartími á sumrin. óstur

Íslandspóstur Borgarnesi
Brúartorg 4. Opið mán. - fös. kl. 9.00 – 16.30. S. 5801200. www.posturinn.is

Sjoppur og bensínsala 

Hyrnan 
Sjoppa – verslun – umferðarmiðstöð – bensínsala. Í Hyrnunni er N1 bensínstöð, Samkaup - Strax matvörubúð, sjoppa og veitingasala. Bensínstöðin er opin alla daga kl. 8-23. Matvöruverslunin og sjoppan eru opin kl. 9 - 23 alla daga en veitingasalan frá kl. 11 til 22 á kvöldin. 

Stöðin-Orkan
Opið kl. 7:30-23:30. Bensínsjálfsali Orkunnar opinn allan sólarhringinn
S. 4371282. 

Olís-ÓB – ódýrt bensín
Brúartorg á hægri hönd þegar keyrt er inn í Borgarnes af Borgarfjarðarbrúnni þar er sjoppa, bensínstöð og grill. Bensínsjálfsali ÓB er opinn allan sólarhringinn. Opið allan sólarhringinn alla daga. S. 4371259. 

Strætó
Strætisvagnaferðir milli Borgarness og Reykjavíkur hófust í september 2012. Strætó gengur einnig á Bifröst. Þjónustusími strætó er 540 2700. Nánari upplýsingar um áætlun vagnanna er að finna hér.

Heilbrigðismál

Tannlæknar Borgarnesi 
Tannlæknastofa Arnar Ármanns Jónssonar og Önnu Gerðar Richter, Skallagrímsgötu 1, s. 437 1690. 
Tannlæknastofa Hilmis Valssonar, Berugötu 12, s. 437 2223 og 897 3417.

Heilsugæslustöðin Borgarnesi 
Heilsugæslan er opin kl. 8 -14 alla virka daga. 
Borgarbraut 65. s. 437 1400. 
Vaktsími heilsugæslulæknis er 112

Lyfja
Lyfja er í Hyrnutorgi og þar er opið kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. 
Síminn er 437 1168. Læknasíminn er 437 2268. 

Bankar 
Í Borgarnesi eru útibú frá Arion banka en hraðbanka er að finna þar og auk þess í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi og í Hyrnunni. 

Bílar

Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. er að Borgarbraut 55 en þar er smurstöð og dekkjaverkstæði, s. 437 1192. 
Vélabær ehf. framkvæmir alhliða bíla- og búvélaviðgerðir. Vélabær er í Bæjarsveit, s. 435 1252. 
Bílabær sinnir alhliða bílaviðgerðum. Bílabær er í húsinu nr. 5 við Brákarbraut. Sími: 437 1300.

Frumherji hf.
Bílaskoðun er að Sólbakka 2, opið þrjá daga í viku, mán. til mið. kl. 8 -16.00, s. 570 9203.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta