Stjórnendakönnun

Meginverkefni tilraunaverkefnisins árið 2013 var að kanna þörf meðal einstaklinga og fyrirtækja á vinnumarkaði í Norðvesturkjördæmi.

Liður í því var að gera könnun á menntunarþörf á meðal einstaklinga og fyrirtækja.

Tölvupóstkönnun var gerð meðal stjórnenda í Norðvesturkjördæmi í ágúst 2013 og var hún send til tæplega 1.500 fyrirtækja og stofnana. Alls bárust 425 svör eða 29% svarhlutfall.

  • 77% svarenda segjast mjög sammála eða sammála því að aukna menntun skorti í samfélagið.
  • 45% segja að umsækjendur um störf uppfylli jafnan kröfur um menntun.
  • 44,3% segja að aðgengi að menntastofnunum í kjördæminu sé nægt, 20% eða mjög eða frekar ósammála því.
  • 83% svarenda segja þörf fyrir samráðsvettvang fyrirtækja og menntastofnana.
  • 75% svarenda segja að betur menntaðir starfsmenn eigi kost á hærri launum.
  • 22% svarenda segja að tungumálaerfiðleikar hamli framþróun í fyrirtækinu.
  • 65% svarenda segja að fyrirtækið sé tilbúið að fjárfesta í aukinni menntun starfsfólks.
  • 83% svarenda segja að fyrirtækið komi til móts við starfsfólk sem vill auka menntun sína.
  • Kallað er eftir sérsniðnu námi hvað varðar inntak og aðlögun að starfstíma fyrirtækja.
  • Langalgengast er að iðn- og tæknigreinar séu nefndar þegar spurt er um þau svið þar sem helst sé þörf á að hækka menntunarstig í atvinnulífinu.
  • Þegar spurt er um færniþætti sem þarf að efla hjá starfsfólki á vinnumarkaði er algengast að svarið sé áætlanagerð og skipulagning, vinnusiðferði og gildi, tjáning, framsögn og hlustun.

Ítarlegar niðurstöður má finna í samantekt á vegum Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst.

Greinargerð um niðurstöður kannana og viðtala má finna hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta