MS-MIB í alþjóðlegum viðskiptum

Meistaranám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er 90 ECTS eininga nám sem hægt er að ljúka með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum eða MIB gráðu í alþjóðaviðskiptum.

MS gráða er 90 eininga meistaranám þar sem nemendur ljúka 10 námskeiðum (60 ECTS einingar) og MS ritgerð (30 ECTS einingar)

MIB gráða er 90 eininga viðbótarnám á meistarastigi án lokaritgerðar. Nemendur ljúka 15 námskeiðum (90 ECTS einingar)

Meistaranámið í alþjóðaviðskiptum er fjölbreytt og krefjandi nám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í atvinnulífinu. Námið á að veita nemendum hagnýta þekkingu á viðfangsefninu og dýpka fræðilegan skilning og grunn.

I´ na´mi i´ Alþjo´ðaviðskiptum er se´rstaklega horft a´ stefnumo´tun og markaðssetningu ny´rra viðskiptahugmynda a´ erlendum mo¨rkuðum sem hafa fengið aukið ry´mi i´ þessu skipulagi. Nemendur fa´ tækifæri til að rannsaka og skoða helstu atriði sem snu´a að alþjo´ðaviðskiptum, eins og alþjo´ðasamskipti, alþjo´ðlega markaðsfræði, alþjo´ðafja´rma´l o.fl.

Meistaranámi í alþjóðaviðskiptum er ætlað að veita þjálfun til sérhæfðra starfa hjá fyrirtækjum hér á landi og erlendis. Nemendur fá tækifæri til að rannsaka og skoða helstu atriði sem snúa að alþjóðaviðskiptum t.a.m. alþjóðasamskipti, alþjóðlega markaðsfræði og alþjóðafjármál. Horft er til sóknar íslenskra fyrirtækja á núverandi og nýjum mörkuðum í Evrópu og annars staðar í veröldinni. Sérstaklega er horft til stefnumótunar og markaðssetningar nýrra viðskiptahugmynda á erlendum mörkuðum.

Markmið Háskólans á Bifröst er að sjá fyrirtækjum fyrir víðsýnum, vel menntuðum stjórnendum og starfsmönnum með góða þekkingu á fjármálum, stjórnun og markaðsmálum. Fólki með getu til að meta og þróa viðskiptatækifæri á núverandi og nýjum vettvangi. Einnig er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að meta með gagnrýnum hætti tækifæri til úrbóta og sóknar á meginsviðum þeirra fyrirtækja sem þeir starfa fyrir.

„Það sem að stendur upp úr er góð samskipti við kennara. Þá er tæknilega hliðin á fjarnáminu sérstaklega vel útfærð sem gerir það bæði þægilegt og auðvelt að stunda námið.“

- Björn Kristjánsson,
nemandi í alþjóðlegum viðskiptum

Fjarnám – september til maí

Námið er  kennt í fjarnámi en Háskólinn á Bifröst hefur áralanga reynslu af slíkri kennslu bæði í grunn- og í meistaranámi. Skipulag fjarnámsins er þannig að fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt nemendum á fjarnámsvef háskólans og nemendur geta þannig skipulagt tíma sinn eins og þeim hentar best. Í hverju námskeiði er vinnuhelgi þar sem nemendur hittast ásamt kennara á Bifröst. Nemendur fá gistingu á staðnum en öll aðstaða og aðbúnaður nemenda er til fyrirmyndar. Fjarnámsloturnar eru kenndar á tímabilinu september til maí.

Námið hefst með vinnulotu í lok ágúst á Bifröst til að efla tengsl nemenda og kennara og kynna námskeiðin vel fyrir nemendum og þau verkefni sem eru framundan.

Það mikilvægasta fyrir stjórnendur á hverjum tíma eru upplýsingar um aðferðir og leiðir til að ná bættum árangri í rekstri fyrirtækja. Meistaranám í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst byggir á hagnýtum fræðigreinum sem kenndar eru af metnaðarfullu fagfólki og mun efla hæfni mína og sjálfstraust til að takst á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.

- Stefán Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Guðmundar Jónassonar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í meistaranám í viðskiptafræði er grunnnámsgráða á háskólastigi eða menntun sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla. Leitað er að fjölbreyttum hópi  umsækjenda með mismunandi menntun og starfsreynslu. Sú dýrmæta reynsla sem nemendur öðlast af því að læra og vinna með fjölbreyttum hópi nemenda með mismunandi bakgrunn er ómetanleg. Nemendahópurinn á það sameiginlegt að vilja öðlast framúrskarandi þekkingu, þjálfun og undirbúning fyrir stjórnunarstörf nútímans.

Með umsókn þarf að fylgja staðfest afrit af prófskírteini, ferilskrá með mynd ásamt umsóknarbréfi (kynning á umsækjanda og markmiðum með fyrirhuguðu námi í örfáum orðum).

Námsfyrirkomulag og skipulag

Hvert námskeið í fjarnámi er að jafnaði kennt í 7 vikna lotum og í hverju námskeiði er ein vinnuhelgi á Bifröst. Í öllum námskeiðum liggja fyrir ákveðin þekkingar-, leikni- og hæfnimarkmið. Í hverri viku leggur kennari fram tvo fjarfyrirlestra og í fyrirlestrunum fjallar hann um þekkingarmarkmið námskeiðsins, kynnir verkefni vikunnar og fjallar um efni vikunnar. Lögð eru fyrir verkefni jafnt og þétt sem þjálfa nemendur í að öðlast þá leikni og hæfni sem að er stefnt í hverju námskeiði fyrir sig. Á vinnuhelgum fer síðan fram verkefnavinna og umræður með kennara. Gert er ráð fyrir talsverðri verkefnavinnu í hverju námskeiði og lögð er áhersla á hópa- og teymisvinnu í verkefnum.

MS gráða í alþjóðaviðskiptum

90 ECTS eininga meistaranám

10 námskeið (60 ECTS einingar) og MS ritgerð (30 ECTS eininga)

MIB gráða í alþjóðaviðskiptum

90 ECTS eininga viðbótarnám á meistarastigi án ritgerðar

15 námskeið (90 ECTS einingar)

Námskrá MS í alþjóðaviðskiptum

Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu. 

Hér má finna skipulag MS námsins í kennsluskrá skólans.

Hér má finna skipulag MIB námsins í kennsluskrá skólans.

Hér má nálgast námskrá fyrir MS/MIB í alþjóðaviðskiptum, MS/MLM í forystu og stjórnun og MS/MMM í markaðsfræði fyrir skólaárið 2019-2020.