Fjölþáttaógnir: Varnir, viðbrögð og áhrif

Fjölþáttaógnir: Varnir, viðbrögð og áhrif

Námskeiðinu er ætlað að kynna þátttakendum fjölþáttaógnir (e. hybrid threats) og fjölþáttahernað (e. hybrid warfare) sem verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðum um öryggismál. Fjölþáttahernaður hefur verið stundaður af ríkjum frá örófi alda, til að grafa undan andstæðingum, m.a. með upplýsingafölsun og undirróðri. Nútíma tækni og flókið samfélag hafa hins vegar gjörbreytt aðstæðum og fleiri gerendur en þjóðríki geta nú valdið slíkum ógnum og stundað slíkan hernað með fjölbreyttari hætti með minni kostnaði og áhættu. Áfallastjórnendur þurfa því að skilja þessar ógnir og undirbúa viðbrögð vegna þeirra – hvort sem þeir starfa innan skipulagsheilda á innanlands- eða alþjóðamarkaði, innan opinberra stofnanna, alþjóðastofnanna eða í samskiptum við þær. 

Á námskeiðinu verður kynnt hvernig fjölþáttahernaði hefur verið beitt í sögunni. Jafnframt gerð grein fyrir átakalínum í nútímanum, þeim jarðvegi sem fjölþáttaógnir spretta úr og það sett í samhengi við viðeigandi kenningar í alþjóðasamskiptum. Helstu gerendur verða kynntir, hvaða aðferðum er helst beitt og hverjar afleiðingarnar geta verið, m.a. að lýðræði er alvarlega ógnað. Einnig verður fjallað um viðbrögð og úrræði við fjölþáttaógnum. m.a. um viðbúnað NATO og Evrópusambandsins og þeim stofnanalegu vandkvæðum sem geta verið á. Ennfremur rætt um beitingu áróðurs og upplýngaóreiðu, aðgerðum sem gjarnan ætlað að grafa undan samheldni og stuðla að klofningi – sem getur torveldað rétt viðbrögð enn frekar.  

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar stjórnendum og þeim sem vilja öðlast þekkingu á fjölþáttaógnum

Þátttökugjald er 219.000 kr. 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk einnar námsmatsviku. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27.-30. nóvember.  

Kennari

Kennri námskeiðsins er Bjarni Bragi Kjartansson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 2. október. 

Upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.