Umsagnir um Dare to Lead leiðtoganámskeiðið

Kjarkur til forystu er á meðal eftirsóttustu færniþátta hjá stjórnendum í dag. Leitað er að leiðtogum sem þora að þeir sjálfir, eru heiðarlegir og meðvitaðir um eigin mörk, geta myndað trúnað og tekið erfið samtöl á vinnustaðnum. Þetta snýst um að geta leitt bæði sjálfan sig og aðra. Með því að hafa þá færni sem þarf til að taka erfið samtöl á nærfærinn hátt, skapar stjórnandi þær forsendur sem þurfa að vera til staðar svo að samstarf eða teymisvinna skili þeim árangri sem að er stefnt.

  • Áhugavert viðfangsefni og skemmtileg framsetning. Þjappaði hópnum vel saman þar sem einlægni og traust ríkti. Frábær fyrirlesari sem kom efninu vel og skemmtilega til skila.
  • Frábær vinnustofa, með þeim betri sem ég hef farið á. Ragnhildur er frábær kennari. Vel gert og áhugavert efni.
  • Vel framsett og gert skemmtilega og af kærleika. Eitt besta námskeið sem ég hef farið á. Afar umhugsunarvekjandi.
  • A very good program and Ragnhildur has a lot to offer to give you a better understanding.
  • Grate workshop gained valuable insight to leadership and myself. I would like to learn more.
  • Very well organized. Good examples and. Good vibes. Ragnhildur is very good at the work. Great facilitator. 

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar:

Við viljum allar efla okkur enn frekar sem stjórnendur og sumt er betur til þess fallið en annað. Í þetta sinn lærum við um aðferðafræði Brené Brown sem sýnir okkur hvernig við sköpum ást úr hugarangri. Samúð úr skömm. Sæmd úr vonbrigðum. Hugrekki úr mistökum. Það er gaman að sjá hvað þetta á beinan samhljóm við daglegt starf í Hjallastefnunni.

Karin Callin, mannauðsstjórnun, Martin & Servera:

Kjarkur til forystu er afar hagnýtt og aðgengilegt námskeið í sjálfsþjálfun. Þú færð þau verkfæri sem þú þarft til þess að leiða sjálfa þig og aðra í gegnum erfiðar aðstæður. Með dýpri innsýn í sjálfa þig og skýrari sjálfsmynd, áttu auðveldara með að tengjast öðrum. Samskipti verða greiðari og tengsl sterkari, sem hefur hjálpað mér mikið bæði í starfi og einkalífi. Þetta er menntun á heimsmælikvarða,svo einfalt er það.

Margareta K. Nilsson, þróunarstjóri, NCC:

Námskeiðið kenndi mér í hverju það fellst að vera fullvaxinn leiðtogi, út frá gildismati mínu og tilfinningum. Það gerir þér kleift að verða sannur, einlægur og kjarkmikill leiðtogi.


Dare to Lead™ – Kjarkur til forystu