Umsagnir um Dare to Lead leiðtoganámskeiðið

Kjarkur til forystu er á meðal eftirsóttustu færniþátta hjá stjórnendum í dag. Leitað er að leiðtogum sem þora að þeir sjálfir, eru heiðarlegir og meðvitaðir um eigin mörk, geta myndað trúnað og tekið erfið samtöl á vinnustaðnum. Þetta snýst um að geta leitt bæði sjálfan sig og aðra. Með því að hafa þá færni sem þarf til að taka erfið samtöl á nærfærinn hátt, skapar stjórnandi þær forsendur sem þurfa að vera til staðar svo að samstarf eða teymisvinna skili þeim árangri sem að er stefnt. 

Umsagnir þátttakenda:

  • Skemmtilegt og mjög áhugavert pg praktískt námskeið og góður hópur
  • Good practice
  • Ég er mjög sátt við framsetningu og staðsetningu námskeiðsins, ég lærði svo mikið og komst enn nær kjarnanum í mér.
  • Frábærlega vel framsett og lifandi kennarar Líflegt og gott skipulag.
  • Well organised
  • Þeim tókst frábærlega að byggja sálrænt öryggi í hópnum svo allir þyrðu að berskjalda sig, kenndu með góðum dæmum úr eigin lífi, gerðu efninu góð skil með fjölbreyttum og skemmtilegum kennsluaðferðum og voru líka svo skemmtilegar!
  • Námskeiðið gekk mjög vel fyrir sig og var vel skipulagt. Ég fer heim með tæki og tól sem ég ætla að tileinka mér strax. Einnig langar mig að kynna þetta fyrir öðrum leiðtogum innan fyrirtækisins og vonast þannig til að þetta skili sér til þeirra líka. Takk fyrir mig.
  • Frábær kennsla, brotin upp á skemmtilegan hátt. Góður hópur, virk þátttaka og hlustun.
  • Frábært námskeið sem var leitt af lifandi og færum konum. Þær eru góðar fyrirmyndir sem gerðu efninu góð skil. Umhverfið var öruggt og ég hlakka til að vinna áfram með þeim.
  • Gott veður! Gott skipulag. Mjög gagnlegt námskeið.
  • Unnið með færniþætti á markvissan hátt
  • Everything was great and the group was amazing.
  • Frábær tímastjórnun, góð dæmi tekin, allar fengu “rödd”, búið til öruggt rými
  • The atmosphere, the space they made for every single participant
  • Framsetning námsefnis var lifandi og jók skilninginn á efninu. Blönduð framsetning með innlögnum og æfingum til skiptis, hjálpaði mikið við að yfirfæra kunnáttu til þátttakenda. 

Karin Callin, mannauðsstjórnun, Martin & Servera:

Kjarkur til forystu er afar hagnýtt og aðgengilegt námskeið í sjálfsþjálfun. Þú færð þau verkfæri sem þú þarft til þess að leiða sjálfa þig og aðra í gegnum erfiðar aðstæður. Með dýpri innsýn í sjálfa þig og skýrari sjálfsmynd, áttu auðveldara með að tengjast öðrum. Samskipti verða greiðari og tengsl sterkari, sem hefur hjálpað mér mikið bæði í starfi og einkalífi. Þetta er menntun á heimsmælikvarða,svo einfalt er það.

Margareta K. Nilsson, þróunarstjóri, NCC:

Námskeiðið kenndi mér í hverju það fellst að vera fullvaxinn leiðtogi, út frá gildismati mínu og tilfinningum. Það gerir þér kleift að verða sannur, einlægur og kjarkmikill leiðtogi.

Guðrún Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs:

Stjórnendahópurinn á velferðarsviði Akureyrarbæjar sótti námskeiðið Kjarkur til forystu hjá Ragnhildi Vigfúsdóttur í mars og apríl 2022. Almenn ánægja var með námskeiðið meðal hópsins sem taldi það bæði vera gagnlegt og skemmtilegt. Námskeiðið fer á dýptina með þátttakendum sem læra ýmislegt um sig bæði sem manneskjur og stjórnendur og komast að því að við stjórnum eins og við erum en einmitt þess vegna er sjálfþekking svo mikilvæg. Það er líka mikilvægt að vita að það er í lagi að sýna einlægni og tilfinningar þegar það á við. Það er óhætt að segja að væntingar til námskeiðsins stóðust fyllilega en fyrir fram var markmiðið að þjappa hópnum saman og að fá gott faglegt innihald sem myndi nýtast til þess að styrkja hvern og einn þátttakanda sem leiðtoga í sínu starfi.

Ragnhildur er mjög líflegur og skemmtilegur fyrirlesari sem á auðvelt með að miðla efninu á persónulegan og áhugavekjandi hátt.  Bestu þakkir fyrir okkur.

Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar.

Leikskólastjórnendur í Hafnarfirði sóttu námskeiðið Dare to lead eða Kjarkur til forystu úr smiðju hinnar bandarísku Dr. Brené Brown. Markmið námskeiðsins var að efla stjórnendur í að vera hugrakkari í því sem þeir taka sér fyrir hendur og það er í lagi að mistakast og það þarf ekki að vera fullkomin og allir eru að gera sitt besta í öllum aðstæðum, sýna sér sjálfsvinsemd og samkennd í eigin garð og annara.

Kennarinn: Ragnhildur Vigfúsdóttir gerði efninu einstaklega góð skil, hún er mikill húmoristi, er einstaklega lagin við að setja efnið fram á skemmtilegan hátt með þó alvarlegum undirtóni þegar hún tók dæmisögur og upplifanir úr eigin lífi, til að tengja við efnið. Henni tekst einnig einstaklega vel upp með að ná athygli allra sem námskeiðið sóttu.

Ragnhildi tekst einkar vel til að ná fram í þátttakendum samkennd, berskjöldun, eitthvað sem fólki almennt er ekki tamt, hugrekki, vanmátt og stíga inn í óttann og tjá sig um það því öll erum við mannleg með allskonar tilfinningar, að tala um sig sem er jafnvel eitthvað sem margir eru ekki vanir. Mér fannst Ragnhildi takast þarna afar vel upp.

Uppskera hópsins er mikið traust og samkennd og skilningur á því sem þátttakendur eru að fást við á hverjum tíma. Einnig upplifði ég í hópnum hve þátttakendur gerðu sér grein fyrir því hvað hugsanir og hegðun geta verið hamlandi, og það er í lagi að gera mistök og að rísa upp aftur og ekki brjóta sig niður.


Dare to Lead™ – Kjarkur til forystu