Vilt þú verða öruggari leiðtogi og stjórnandi?

Dreymir þig um að standa með sjálfri þér? Viltu geta sett mörk og verið heil og sönn jafnt í vinnu sem á öðrum sviðum mannlífsins? Langar þig að þora að ræða erfið mál í staðinn fyrir að festast í því hvað öðrum finnst? Ertu tilbúin að verða besta djarfasta útgáfan af sjálfri þér?

Ef svo er, þá er Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu stjórnendaþjálfunin fyrir þig!

Góðu fréttirnar eru þær, að þú getur lært og þjálfað upp hjá þér hugrekki – það er aldrei of seint að þróa með sér þá færniþætti sem veita aukinn kjark. Þeir eru sem betur fer ekki meðfæddir.

Stjórnendaþjálfunin Dare to Lead™ byggir á áralöngum rannsóknum Dr. Brené Brown á hugrekki og er afrakstur sjö ára vinnu með leiðtogum og teymum þar sem hún kannaði hvað einkennir hugrakka stjórnendur.

Helsta hindrun fyrir hugrakkri stjórnun er ekki sú að við séum hrædd, heldur að við brynjum okkur þegar við verðum óörugg.

Niðurstöður sýna að hugrekki samanstendur af fjórum færniþáttum sem hægt er að kenna, þjálfa, mæla og sjá í verki.

Færniþættirnir eru:

  • Berskjöldun - takast á við tilfinningalega berskjöldun af hugrekki og skýrleika.
  • Lifa gildin - þekkja grunngildi sín og haga sér í samræmi við þau.
  • Traust – að treysta og vera treyst.  
  • Að rísa upp aftur þegar við höfum beðið ósigur, mistekist eða orðið fyrir vonbrigðum en allir sem sýna hugrekki og dirfsku munu lenda í því að þurfa að rísa upp aftur.

Umsögn þátttakanda: Framsetning námsefnis var lifandi og jók skilninginn á efninu. Blönduð framsetning með innlögnum og æfingum til skiptis, hjálpaði mikið við að yfirfæra kunnáttu til þátttakenda.

Dare to Lead™ – Kjarkur til forystu