Þjálfun í hugrekki

Á námskeiðinu Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu færðu fræðslu og þjálfun í færniþáttunum sem byggja hugrekki og „verkfæri“ sem þú getur nýtt strax í leiðtogahlutverki þínu.

Eftir þjálfunina ættir þú að geta:

  • átt erfiðar samræður og gripið til aðgerða í stað þess að forðast þær
  • náð skuldbindingu og sameiginlegum tilgangi hjá teyminu þínu
  • fært þig úr bergmálshellinum og í teymi þar sem öllum finnst þeir tilheyra og sjónarmið allra heyrast
  • metið meira það að læra og gera hlutina rétt í stað þess að vita allt og hafa rétt fyrir þér.
  • kvatt fullkomnunaráráttuna og óttann við að mistakast og reynt þess í stað að gera þitt besta, sýna samkennd og velvild í eigin garð.

Stjórnendaþjálfunin Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu er sambland af kennslu, hópvinnu, markþjálfun, speglun og hugrekkisþjálfun.

  • Bók Brené Brown Dare to Lead og vegleg vinnubók fylgir (á ensku)
  • Þátttakendur gera Daring Leadership Assessment í upphaf námskeiðsins

Umsagnir þátttakenda:
Námskeiðið gekk mjög vel fyrir sig og var vel skipulagt. Ég fer heim með tæki og tól sem ég ætla að tileinka mér starx. Einning langar mig að kynna þetta fyrir öðrum leiðtogum innan fyrirtækisins og vonast þannig til að þetta skili sér til þeirra líka. Takk fyrir mig.

Framsetning námsefnis var lifandi og jók skilninginn á efninu. Blönduð framsetning með innlögnum og æfingum til skiptis, hjálpaði mikið við að yfirfæra kunnáttu til þátttakenda.

Dare to Lead™ – Kjarkur til forystu