Kjarkur til forystu

Kjarkur til Forystu

Leiðtoganámskeiðið Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu verður á Bifröst dagana 2. til 4. maí. Fegurð, kyrrð og gefandi útvist staðarins styður afar vel við markmið þessa einstaka leiðtoganámskeiðs. Skráðu þig og leggðu af stað í gefandi ferðalag undir frábærri leiðsögn Lóu Lava Brynjúlfsdóttur og Ragnhildar Vigfúsdóttur, sérþjálfaðra Dare to Lead leiðbeinenda. 

Kjarkur til forystu er á meðal eftirsóttustu færniþátta hjá stjórnendum í dag. Leitað er að leiðtogum sem þora að vera þeir sjálfir, eru heiðarlegir og geta tekið erfið samtöl á vinnustað. Vilt þú verða öruggari leiðtogi og stjórnandi? Dreymir þig um að standa með sjálfri þér og festast ekki í því hvað öðrum finnst? Þá er Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu stjórnendaþjálfunin fyrir þig! Umsóknarfrestur er til 18. apríl. Verð fyrir námskeiðið er 317.000 kr. 

Innifalið í námskeiðsgjaldi er gisting á Bifröst auk morgunmats, hádegismats og kvöldmats á meðan námskeiði stendur. Þátttakendur gista í einstaklingsherbergjum í sex svefnhbergja íbúðum sem eru með sameiginlegu eldhúsi, setustofu og baðherbergi. Þátttakendur fá veglega Dare to Lead vinnubók eftir Brené Brown (á ensku). 

Leiðbeinendur

Lóa Brynjúlfsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir eru viðurkenndir Dare to Lead™ leiðbeinendur (Certified Facilitators). Kjarkur til forystu - Dare to Lead™ námskeiðin þeirra byggja á rannsóknum, aðferðum og efni frá Dr Brené Brown.

Lóa og Ragnhildur eiga það sameiginlegt að vilja gera heiminn betri og eru sannfærðar um að þar skipti hugrakkir leiðtogar miklu máli. 

„Við erum mjög spenntar og þakklátar fyrir samstarfið við Háskólann á Bifröst en þetta er í fyrsta skiptið sem boðið er upp á opið Dare to Lead námskeið í fullri lengd fyrir íslenska leiðtoga. Við erum sannfærðar um að umhverfið á Bifröst mun gera gott námskeið enn betra. Hlökkum til að vinna með þér."

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér

Staðfesta þarf skráningu með því að greiða óafturkræft staðfestingargjald, kr. 25.000. Þú getur smellt hér til að greiða staðfestingargjald. Vinsamlegast taktu fram í athugasemd ef greiðandi er annar en þátttakandi, og láttu fylgja upplýsingar um þátttakanda sem greitt er fyrir. 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.