Kjarkur til forystu
Þú getur bókað leiðtoganámskeiðið Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu fyrir teymið þitt. Skráið ykkur og leggið af stað í gefandi ferðalag undir frábærri leiðsögn Lóu Lava Brynjúlfsdóttur og Ragnhildar Vigfúsdóttur, sérþjálfaðra Dare to Lead leiðbeinenda.
Kjarkur til forystu er á meðal eftirsóttustu færniþátta hjá stjórnendum í dag. Leitað er að leiðtogum sem þora að vera þeir sjálfir, eru heiðarlegir og geta tekið erfið samtöl á vinnustað. Vilt þú verða öruggari leiðtogi og stjórnandi? Dreymir þig um að standa með sjálfri þér og festast ekki í því hvað öðrum finnst? Þá er Dare to Lead™ - Kjarkur til forystu stjórnendaþjálfunin fyrir þig!
Góðu fréttirnar eru þær, að þú getur lært og þjálfað upp hjá þér hugrekki – það er aldrei of seint að þróa með sér þá færniþætti sem veita aukinn kjark. Þeir eru sem betur fer ekki meðfæddir.
Stjórnendaþjálfunin Dare to Lead™ byggir á áralöngum rannsóknum Dr. Brené Brown á hugrekki og er afrakstur sjö ára vinnu með leiðtogum og teymum þar sem hún kannaði hvað einkennir hugrakka stjórnendur.
Niðurstöður sýna að hugrekki samanstendur af fjórum færniþáttum sem hægt er að kenna, þjálfa, mæla og sjá í verki.
Færniþættirnir eru:
- Berskjöldun - takast á við tilfinningalega berskjöldun af hugrekki og skýrleika.
- Lifa gildin - þekkja grunngildi sín og haga sér í samræmi við þau.
- Traust – að treysta og vera treyst.
- Að rísa upp aftur þegar við höfum beðið ósigur, mistekist eða orðið fyrir vonbrigðum en allir sem sýna hugrekki og dirfsku munu lenda í því að þurfa að rísa upp aftur.
Leiðbeinendur
Lóa Brynjúlfsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir eru viðurkenndir Dare to Lead™ leiðbeinendur (Certified Facilitators). Kjarkur til forystu - Dare to Lead™ námskeiðin þeirra byggja á rannsóknum, aðferðum og efni frá Dr Brené Brown.
Lóa og Ragnhildur eiga það sameiginlegt að vilja gera heiminn betri og eru sannfærðar um að þar skipti hugrakkir leiðtogar miklu máli.
Lóa er stjórnmálafræðingur (MA) frá Uppsalaháskóla og með MBA í stjórnun frá United Business Institutes í Brussel. Hún hefur langa reynslu af alþjóðamálum og starfaði lengi hjá EFTA í Brussel. Lóa hefur starfað sem stjórnandi og framkvæmdastjóri innan félagasamtaka í Svíþjóð í fimmtán ár. Síðastliðin ár hefur starfsvettvangur hennar verið stjórnendaþjálfun og fræðsla. Lóa vinnur mikið með teymum innan fyrirtækja og félagasamtaka en hefur líka komið á laggirnar forystufræðslu verkalýðsskólans á Runö í Svíþjóð fyrir stjórnendur.
Ragnhildur er með MA i sögu og safnfræðum frá New York University og diploma í jákvæðri sálfræði og starfsmannastjórnun frá EHÍ. Hún er alþjóðlega vottaður markþjálfi (PCC) bæði fyrir einstaklinga og teymi. Ragnhildur hefur langa reynslu af starfsmannamálum, hún var jafnréttis-og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor hjá Nordens Folkliga Akademi og starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun áður en hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki. Ragnhildur vinnur með einstaklingum, teymum og fyrirtækjum. Hún er einnig vinsæll fyrirlesari með erindi sitt Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?
Umsagnir þátttakenda:
"Ég er mjög sátt við framsetningu og staðsetningu námskeiðsins, ég lærði svo mikið og komst enn nær kjarnanum í mér. Frábærlega vel framsett og lifandi kennarar"
"Framsetning námsefnis var lifandi og jók skilninginn á efninu. Blönduð framsetning með innlögnum og æfingum til skiptis, hjálpaði mikið við að yfirfæra kunnáttu til þátttakenda."
"Námskeiðið gekk mjög vel fyrir sig og var vel skipulagt. Ég fer heim með tæki og tól sem ég ætla að tileinka mér starx. Einning langar mig að kynna þetta fyrir öðrum leiðtogum innan fyrirtækisins og vonast þannig til að þetta skili sér til þeirra líka. Takk fyrir mig."
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.