Um leiðbeinendurna

Lóa Brynjúlfsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir eru viðurkenndir Dare to Lead™ leiðbeinendur (Certified Facilitators). Kjarkur til forystu - Dare to Lead™ námskeiðin þeirra byggja á rannsóknum, aðferðum og efni frá Dr Brené Brown.

Lóa og Ragnhildur eiga það sameiginlegt að vilja gera heiminn betri og eru sannfærðar um að þar skipti hugrakkir leiðtogar miklu máli. 

„Við erum mjög spenntar og þakklátar fyrir samstarfið við Háskólann á Bifröst en þetta er í fyrsta skiptið sem boðið er upp á opið Dare to Lead námskeið í fullri lengd fyrir íslenska leiðtoga. Við erum sannfærðar um að umhverfið á Bifröst mun gera gott námskeið enn betra. Hlökkum til að vinna með þér."

Lóa er stjórnmálafræðingur (MA) frá Uppsalaháskóla og með MBA í stjórnun frá United Business Institutes í Brussel. Hún hefur langa reynslu af alþjóðamálum og starfaði lengi hjá EFTA í Brussel. Lóa hefur starfað sem stjórnandi og framkvæmdastjóri innan félagasamtaka í Svíþjóð í fimmtán ár. Síðastliðin ár hefur starfsvettvangur hennar verið stjórnendaþjálfun og fræðsla. Lóa vinnur mikið með teymum innan fyrirtækja og félagasamtaka en hefur líka komið á laggirnar forystufræðslu verkalýðsskólans á Runö í Svíþjóð fyrir stjórnendur.

Ragnhildur er með MA i sögu og safnfræðum frá New York University og diploma í jákvæðri sálfræði og starfsmannastjórnun frá EHÍ. Hún er alþjóðlega vottaður markþjálfi (PCC) bæði fyrir einstaklinga og teymi. Ragnhildur hefur langa reynslu af starfsmannamálum, hún var jafnréttis-og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor hjá Nordens Folkliga Akademi og starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun áður en hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki. Ragnhildur vinnur með einstaklingum, teymum og fyrirtækjum. Hún er einnig vinsæll fyrirlesari með erindi sitt Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?

Umsögn þátttakanda: Frábært námskeið sem var leitt af lifandi og færum konum. Þær eru góðar fyrirmyndir sem gerðu efninu góð skil. Umhverfið var öruggt og ég hlakka til að vinna áfram með þeim. Ragnhildur Vigfúsdóttir

Lóa Lava


Dare to Lead™ – Kjarkur til forystu