18. febrúar 2023

Útskrift: Háskólahátíð

Alls 130 nemendur verða brautskráðir þann 18. febrúar næstkomandi, frá Háskólanum á Bifröst. Streymt verður beint frá útskriftinni hér.

Háskólahátíðin fer að venju fram í Hriflu, aðalsal háskólans og í tilefni dagsins fá útskriftarefnin gefins rós, er þau veita prófskírteinum sínum viðtöku. Þá flytja fulltrúar grunnnema og meistaranema sitt úr hverri háskóladeild ávarp. Dúxar hvers árgangs í grunn- og meistaranámi hljóta útskriftarverðlaun og afreksnemar í grunnnámi fá skólagjöld á milli anna niðurfelld.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta