15. ágúst 2025

Nýnemadagur grunn- og meistaranema

Nýnemadagur grunn- og meistaranema verður haldinn á Teams þetta árið. 

Dagskráin hefst á skólasetningu með Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor. Því næst fá nemendur kynningu á þjónustu sem þeim stendur til boða og farið verður yfir helstu kennslu- og tölvukerfi skólans. Eftir hádegi hitta nemendur deildarforseta sinna deilda, og fagstjóra og kennara í sínum námslínum. Að lokum kynnir nemendafélag Háskólans á Bifröst starfsemi félagsins.