15. ágúst 2025

Nýnemadagur grunn- og meistaranema

Nýnemadagur grunn- og meistaranema verður haldinn á Teams þetta árið. 

Dagskráin hefst á skólasetningu með Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor. Því næst fá nemendur kynningu á þjónustu sem þeim stendur til boða og farið verður yfir helstu kennslu- og tölvukerfi skólans. Eftir hádegi hitta nemendur deildarforseta sinna deilda og fagstjóra námslína, og þar gefst tími fyrir spjall og spurningar. 

Dagskrá:

11:00   Skólasetning - Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor

11:10   Ertu örugglega kominn inn í öll kerfin? - Bernharður Guðmundsson verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði

11:20   Þjónusta við nemendur - Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustýra

11:35   Náms og starfsráðgjöf: Að hverju þarf að huga í fjarnámi? - Helga Rós Einarsdóttir og Unnur Símonardóttir

11:50   Kynning á OpenEU - Susanne Miriam Arthur 

12:00   HLÉ 

12:20   Þjónusta bókasafnsins og leitir.is - Rósa S. Jónsdóttir

12:30   Nemendafélag Háskólans á Bifröst kynnir starfsemi félagsins 

12:45   Nemendum skipt í hópa eftir deildum og deildarforsetar hverrar deildar bjóða nemendur velkomna

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta