Útskriftir
Útskriftir fara fram tvisvar á ári frá Háskólanum á Bifröst, í febrúar og júní. Þá útskrifast nemendur af öllum sviðum skólan í grunn- og meistaranámi, háskólagátt og símenntun.
Háskólahátíðin er gleðilegur dagur þar sem nemendur, kennarar og starfsfólk koma saman og sjá má Bifrastarglampann svokallaða skína af hverju andliti. Fulltrúi nemenda af hverju sviði heldur ræðu og söngatriði er á dagskrá. Þá flytur rektor hátíðarræðu og nemendur eru verðlaunaðir fryrir framúrskarandi námsárangur.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta