8. apríl 2024
Yfir 50 ágrip bárust Íslenska þjóðfélaginu
Alls bárust ríflega 50 ágrip vegna XVI. ráðstefnu Íslenska þjóðfélagsins, sem fram fer í Borgarnesi 24. og 25. maí nk.
Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Ógnir og öryggi, en frestur til að senda inn ágrip rann út 1. apríl sl. Gert er ráð fyrir að dagskrá ráðstefnunnar liggi svo fyrir síðustu vikuna í aprílmánuði.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Vesturlandi, sem opnaði nú nýlega í miðbænum í Borgarnesi, en skipuleggjandi hennar er Háskólinn á Bifröst.
Þá býðst ráðstefnugestum einnig gisting á hótelinu og njóta forgangs ef bókað er fyrir 25. apríl. Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef ráðstefnunnar sem er á www.bifrost.is/radstefna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta