Jóhanna og Sólveig í Hofi vegna vísindaferðar Gulleggsins í Hofi, sl. föstudag,að gera allt klárt fyrir kandífloss-gerðina...

Jóhanna og Sólveig í Hofi vegna vísindaferðar Gulleggsins í Hofi, sl. föstudag,að gera allt klárt fyrir kandífloss-gerðina...

20. nóvember 2023

Vísindaferð Gulleggsins í Hofi

KLAK – Icelandic Startups og Háskólinn á Akureyri stóðu sameiginlega að vísindaferð Gulleggsins á Akureyri, föstudaginn 17. nóv. sl.

Auk þess sem Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, var kynnt, kynntu valin fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína.

Háskólinn á Bifröst var á staðnum og bauð gesti velkomna í skýið til sín, þar sem fjarnám háskólans fer fram. Var það gert með glæsilegu kandíflossi - sem minnir óneitanlega á svona flöffý ský.

Fulltrúar Háskólans á Bifröst á staðnum voru Jóhanna hjá Candyflossi Akureyrar og Sólveig Hallsteinsdóttir, ritstjóri kennsluskráar. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta