Vísindaferð Gulleggsins
Fyrsta Vísindaferð Gulleggsins 2026 er haldin í dag 24. október í Grósku kl. 17:30 - 20:00. Þar verður Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki og stofnanir verða á svæðinu, þar á meðal verður Háskólinn á Bifröst. Þá mun enginn annar en Flóni stíga á svið og halda uppi stemningunni.
Vísindaferðin er opin öllum háskólanemum og hvetjum við alla nemendur okkar til að kynna sér þennan frábæra vettvang sem Gulleggið er fyrir frumkvöðlastarf á Íslandi. Ef þú ert með viðskiptahugmynd sem þig langar að fara lengra með þá gæti Gulleggið verið rétti vettvangurinn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta