Vinna Bjarna fyrir Loftlagsráð vekur athygli
Stjórnvöld virðast hafa misskilið skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamnings. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Vísis um uppfærð losunarmarkmið Íslands. Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, er meðal viðmælenda fjölmiðilsins.
Fram kemur á Vísi að ráðamenn hér á landi hafi um árabil vísað til þess að Íslensk stjórnvöld stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um rúmlega helming fyrir árið 2030. Komið hafi í ljós að þessi markmið hafi aldrei verið formlega markmið Íslands enda byggi fullyrðingin um þessi markmið á þátttöku íslands í sameiginlegum markmiðum Evrópusambandsins og Noregs. Snemma árið 2024 hafi hins vegar komið í ljós að íslensk stjórnvöldum var ekki heimilt að vísa til samstarfsins heldur yrði Ísland að skila inn sjálfstæðum markmiðum. Það er í kjölfar þessa upplýsinga sem losunarmarkmið Íslands eru uppfærð.
Bjarni Már situr í Loftlagsráði sem er sjálfstætt starfandi ráð með það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Bjarni er meðal þeirra sem gert hefur athugasemd við leiðrétt markmið Íslands sem kveða á um að í staðin fyrir 55% samdrátt í losun ársins 1990 skal nú stefnt að 41% samdrætti. „Leiðrétt landsframlag Íslands er um margt óljóst og efnislega í ósamræmi við framsetningu ESB og Noregs. Spurningar vakna hvort í því felist léttvægari losunarmarkmið miðað við fyrra framlag en slíkt er í andstöðu við Parísarsamninginn,“ segir í álitsgerð sem Bjarni ritar fyrir loftlagsráð.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta