Viðtal við Ólaf Ísleifsson um lífeyrissjóðskerfið
Ólafur Ísleifsson framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst var í viðtali við Spegilinn á RÚV. Ólafur var spurður um íslenska lífeyrissjóðskerfið og hvernig það stendur að vígi í ljósi nýrrar mannfjöldaspár Hagstofu Íslands fram til ársins 2050. Ólafur varði doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands í maí s.l. sem fjallaði einmitt um íslenska lífeyrissjóðskerfið. „Íslenskir lífeyrissjóðir standa að mörgu leyti betur að vígi en eftirlaunasjóðir grannlandanna en það steðja að því ýmsar hættur“, sagði Ólafur meðal annars.
Þá greindi Ólafur frá viðamikilli rannsókn sem Háskólinn á Bifröst stendur að sem fjallar um Ísland í efnahagslegu ljósi 2060 þar sem mannfjöldaspár er t.a.m. mjög gagnleg tæki.
Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta