Viðtal við dr. Eirík Bergmann: Trump á­hrifa­meiri en nokkru sinni fyrr 6. nóvember 2024

Viðtal við dr. Eirík Bergmann: Trump á­hrifa­meiri en nokkru sinni fyrr

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, var til viðtals í morgun á Vísi um áhrifin af kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna.

Eiríkur segir Trump verða áhrifameiri en nokkru sinni fyrr. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt. Eiríkur segir hinn afgerandi sigur Donald Trump og Repúblikana koma sér á óvart. Stórsigur Repúblikana sé um að ræða.

„Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, væntanlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur og vekur athygli á að kjör Trump komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla sem og á öryggis- og varnarmál.

Viðtalið við Eirík má lesa í heild sinni á Vísi.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta