Viðtal: Farhana Akter ferðaðist frá Dhaka til Bifröst til að stunda nám 1. október 2019

Viðtal: Farhana Akter ferðaðist frá Dhaka til Bifröst til að stunda nám

Hvaðan kemur þú og hvað varst þú að fást við í þínu heimaland?

Ég kem frá Bangladesh. Þar vann ég sem vísindakennari og umsjónarmaður kennslu og fræðslu við Summerfield School Dhaka Bangladesh. Það er gagnfræðiskóli þar sem kennt er á ensku og fer eftir námskrá að hætti Cambridge.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að læra erlendis?

Mín sýn er sú að kennarar séu einnig nemendur fyrir lífstíð. Því ákvað ég að taka stutt hlé á starfi mínu og sækja mér meiri menntun. Ég sækist í framandi og öðruvísi áskoranir.

Hvers vegna varð Ísland fyrir valinu?

Þegar ég er ekki að sinna starfinu mínu þá reyni ég að nýta tímann til að ferðast. Ég held að Ísland sé ofarlega á listum flestra sem hafa ánægju af því að ferðast, þá sérstaklega vegna einstakrar náttúrufegurðar. Ísland er mjög ólíkt mínu heimalandi, það er eldfjallaeyja með einstaklega hreint loft og vatn auk þess að vera eitt viðsælasta land heims.   

Hvernig upplifir þú þig í svona ólíku umhverfi?

Það er í raun einstök upplifun að aðlagast að nýju umhverfi. Kennsluaðferðirnar á Bifröst eru einstakar og ég nýt þeirra. Allir þeir kennarar sem ég hitti höfðu eitthvað nýtt og spennandi fram að færa og umsjónarfólk alþjóðastarfsins voru einstaklega hjálpsöm.

Hvers saknar þú frá Bangladesh?

Það er svo margt sem ég skildi eftir í Bangladesh, fjölskylduna, nemendurna, vinina og svo auðvitað landið sjálft, í marga mánuði. Mér finnst samt sem áður hollt að sakna, þá lærir maður að kunna meta mikilvægi þess sem maður saknar.

Hvers saknar þú ekki?

Þegar við erum komin langt út fyrir þægindarammann okkar þá byrjum við að sakna alls, jafnvel löngu umferðarteppunnar.

Hvert stefnir þú þegar náminu hér á Bifröst er lokið?

Þessi námskeið hér á Bifröst munu auka færni mína og þekkingu til þess að halda áfram að þróast sem kennari og til að geta tekið þátt í komandi þróunarverkefnum í kennslu heima í Bangladesh.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta