Videófrumkvöðlar og frásagnargleði
Hrafnhildur Gunnarsdóttir fjallar um heimildamyndagerð og vídeólist. Hún fer yfir sögu stafrænnar þróunar í frásagnargerð og skoðar hvernig tækniframfarir hafa veitt almenningi tækifæri til að segja sögur með mismunandi hætti. Aktífismi og samfélagsmiðlar eru hluti af þessari þróun.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefur á undanförnum misserum getið sér orð sem einn fremsti heimildarkvikmyndaleikstjóri Íslands. Svona Fólk og Vasulka áhrifin eru verk eftir hana sem komu út árið 2019 og unnu bæði Edduverðlaunin 2020. Vasulka áhrifin er heimildarkvikmynd um merka frumkvöðla í vídeólist og var heimsfrumsýnd á Rotterdam International Film Festival og hefur farið á hátíðir víða um heim. Svona Fólk er heimildarkvikmynd í fullri lengd sem einnig sýnd á RÚV sem 5 þátta sería um réttindabaráttu homma og lesbía á íslandi. Bæði verkin hafa verið lofuð af gagnrýnendum og eru talin afrek í samantekt á samtímasögu. Hrafnhildur er reyndur handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi.
Áður hafði Hrafnhildur fengið Edduverðlaunin fyrir Hvað er svona merkilegt við það? Heimildamynd sem hún framleiddi um áhrif Kvennaframboðsins og Kvennalistans á þáttöku kvenna í íslenskum stjórmálum sem Halla Kristín Einarsdóttir leikstýrði. Þá vann Hrafnhildur einnig Edduverðlaun sem leikstjóri fyrir 52ja þátta örsjónvarpsseríu á RÚV - Öldin hennar sem var framleidd í tilefni að 100 ára kosningarétti kvenna og fjallar um jafnrétti, kosningarétt, sögu og valdeflingu íslenskra kvenna innan íslensks samfélags.
Hrafnhildur lærði kvikmyndagerð í San Francisco Art Institute og California College Of Arts And Crafts. Hún hefur leikstýrt og framleitt fjölda annarra verka á yfir 30 ára ferli sem kvikmynda-gerðarkona.
Fyrirlestur Hrafnhildar nefnist Vídeófrumkvöðlar og frásagnargleði og er liður í Samtali um skapandi greinar.
Fyrirlesturinn fer fram í opnu streymi frá Háskólanum á Bifröst laugardaginn 19. mars nk. kl. 13:30 - 14:15. Smelltu hér til að sjá viðburðinn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta