Við stóðum okkur öll vel
Stjórnvöld stóðu sig almennt vel, en við megum ekki gleyma því að við stóðum okkur öll vel, segir Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent og formaður sérfræðinganefndar um áfallastjórnun vegna COVID-19.
Ásthildur var formaður sérfræðinganefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu til að taka út áfallastjórnun stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins.
Nefndin, sem var auk Ásthildar skipuð þeim Guðnýju Björku Eydal, prófessor við Háskóla Íslands og Trausta Fannari Valssyni, dósent við Háskóla Íslands, komst að þeirri niðurstöðu að stjónvöldum hafi heilt yfir tekist vel upp í glímunni við Covid-19. Almannavarnir og stórrvarnarlæknir hafi mætt vel búinn til leiks þegar faraldurinn braust út snemma árs 2020.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að áfall af þessari stærðargráðu reyni á innviði til hins ýtrasta. Það sýni því að mörgu leyti vel úr hverju samfélagið okkar sé gert, að það hafi staðið faraldurinn af sér, að því er fram kemur í viðtali sem fréttastofa RÚV tók við m.a. Ásthildi í framhaldi af kynningu á skýrslu nefndarinnar. Hún bendir jafnframt á, að það sé ekki aðeins góðri frammistöðu stjórnvalda að þakka. „Við megum ekki gleyma því að við stóðum okkur öll vel,“ segir Ásthildur.
Af þeim lærdómi sem draga má að mati nefndarmanna af faraldrinum má nefna sem dæmi reglusetningu stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra setti alls 140 areglugerðir og breytingareglugerðir á meðan á faraldrinum stóðog voru sumar hverjar of flóknar í framsetningu og framkvæmd miðað við þær kröfur sem gera verður til ráðuneyta í þessum efnum.
Sjá streymisupptöku af málstofu sem haldin var um skýrslu nefndarinnar
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta