Verkefnastjóri með sérþekkingu á sviði skapandi greina 11. júní 2023

Verkefnastjóri með sérþekkingu á sviði skapandi greina

Rannsóknasetur skapandi greina leitar eftir drífandi og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á skapandi greinum, rannsóknum og þverfaglegu samstarfi.

Að rannsóknasetrinu standa Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands en að var sett á stofn í maí 2023. Í stjórn setursins sitja einnig fulltrúar menningar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka skapandi greina.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Mótun rannsóknastefnu RSG ásamt stjórn.
 • Kortlagning styrktækifæra í innlendum og alþjóðlegum rannsóknasjóðum.
 • Umsjón með ráðgjafahópi setursins.
 • Undirbúningur árlegrar ráðstefnu um skapandi greinar.
 • Miðlun, samskipti og greining gagna.
 • Utanumhald um starf stjórnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun og þekking á sviði nýsköpunar og skapandi greina.
 • Reynsla af þverfaglegum rannsóknum og stefnumótun er kostur.
 • Greiningar- og miðlunarhæfni.
 • Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og sveigjanleiki.

Um er að ræða tímabundið starf til 6 mánaða. Starfshlutfall er eftir frekara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Æskilegt er að umsækjandi hefji störf eigi síðar en 15. september 2023.

Tillögur að rannsóknaáherslum og umfjöllun um skilgreiningar á skapandi greinum er að finna í nýútkominni skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar https://www.bifrost.is/skopunarkrafturinn. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og viðauka sem henni fylgja.

Sótt er um starfið á vinnumiðlunarvefnum Alfreð. Með umsókn skal fylgja:

 • Greinargóð ferilskrá.
 • Kynningarbréf sem gerir grein fyrir styrkleikum umsækjanda í samhengi starfsins.
 • Afrit af prófskírteinum.
 • Nöfn aðila sem leita má til með umsagnir.
 • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri.

Nánari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri Skapandi greina og formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina (annah@bifrost.is).
 
Háskólinn á Bifröst annast umsýslu Rannsóknaseturs skapandi greina. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Gildi skólans eru samvinna, frumkvæði.

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta