5. júní 2023

Velkominn til starfa

Haukur Logi Karlsson, hefur verið ráðinn lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Haukur mun sinna bæði kennslu og rannsóknum, en rannsóknaáherslur hans liggja á sviði samkeppnisréttar, Evrópuréttar, stjórnskipunarréttar og réttarfars. 

Haukur lauk BA gráðu árið 2006 og ML gráðu árið 2008 frá Háskólanum í Reykjavík. Hann lauk LLM gráðu í Evrópurétti frá Stockholms universitet árið 2009, LLM gráðu með áherslu á réttarheimspeki árið 2013 frá European University Institute í Flórens á Ítalíu og doktorsgráðu í samkeppnisrétti frá sama skóla árið 2017.

Haukur hefur sinnt kennslu í Evrópurétti við Háskóla Íslands og kennslu í Evrópurétti og réttarheimsspeki við Háskólann í Reykjavík. Hann starfaði sem lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel 2009 til 2012, hjá EFTA dómsstólunum í Lúxemborg árið 2016 og hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á árunum 2017 og 2018.

Þá starfaði Haukur við rannsóknir og kennslu við lagadeild HR 2018 til 2021 og við rannsóknir við lagadeild HÍ frá árinu 2021.

Hakur er boðinn innilega velkominn til starfa við Háskólann á Bifröst, en þar hefur hann störf þann 1. ágúst nk.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta